Yfirlit frétta

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember

Nýr kjarasamningur milli ÞÍ og ríkisins undirritaður í dag.

Samningar við sautján aðildarfélög BHM við ríkið hafa verið lausir frá því síðast liðið haust. Klukkan 16 í dag undirritaði samninganefnd ÞÍ nýjan samning með fyrirvara um samþykki félagsmanna en á næstunni verða efnisatriði hans kynnt innan ÞÍ og því næst borinn undir atkvæði.
Lesa meira

Nýjungar í starfi með fólki - Áhrifaþættir í faglegu starfi þann 26. janúar 2018

Umfjöllunarefni málþingsins eru Nýjungar í starfi með fólki - Áhrifaþættir í faglegu starfi. Staðsetning: Hotel Natura, Nauthólsvegi 52, 101 Reykjavík. Tími: 26. janúar kl. 8:30 - 16:30. Kostnaður: kr. 9.500
Lesa meira

Kynning á greiningu sóknarfæra í menntun þroskaþjálfa og tillögur um skipulag og inntak þroskaþjálfanámsins við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Þriðjudaginn 10. október, mun Andrea G. Dofradóttir og Rannveig Traustadóttir niðurstöður starfshóps í greiningu á sóknarfærum í menntun þroskaþjálfa og tillögur um skipulag og inntak þroskaþjálfanámsins við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Jóhanna Einarsdóttir, sviðsforseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, skipaði starfshópinn.
Lesa meira

Tryggja skal rétt nemenda með sérþarfir til skólavistar í framhaldsskólum!

Þroskaþjálfafélag Íslands gerir alvarlegar athugasemdir við að yfirvöld menntamála hafi ekki tryggt að allir nemendur með sérþarfir sem sækja um í framhaldsskólum landsins fái skólavist, eins og þeir eiga rétt á. Félagið hvetur yfirvöld til að lagfæra þetta strax þannig að allir nemendur með sérþarfir sem sótt hafa um í framhaldskólum nú á haustönn fái þar inni. Yfirvöld verða að sýna í verki að menntun sé fyrir alla á Íslandi, ekki eingöngu suma!
Lesa meira

Sumarleyfi á skrifstofu ÞÍ

Skrifstofa félagsins er lokuð vegna sumarleyfa til og með 4. ágúst 2017.
Lesa meira

Fötlun og heilsa - niðurstaða könnunar á heilsu fatlaðs fólks

Hér með eru birtar niðurstöður könnunar á heilsu fatlaðs fólks; Fötlun og heilsa, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vann fyrir velferðarráðuneytið. Könnunin náði til fullorðinna notenda þeirrar þjónustu sem sveitarfélögin veita á grundvelli laga um málefni fatlaðs fólks. Í úrtaki voru 921 einstaklingur og var svarhlutfallið 63%. Niðurstöður rannsóknarinnar verða m.a. nýttar við innleiðingu aðgerða í framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks 2017-2021, en þingsályktun um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks er nú til meðferðar á Alþingi.
Lesa meira

Af aðalfundi ÞÍ

Á aðalfundi ÞÍ sem haldinn var 24. maí s.l. var kjörið í 17 trúnaðarstöður, auk þess sem kosið var um lagabreytingu og félagsgjöldum breytt.
Lesa meira

Kynningarfundur um breytingar á A- deild LSR

Fjallað verður um væntanlegar breytingar á A-deild LSR sem taka gildi 1. júní nk. og hver áhrif breytinganna verða á núverandi sjóðfélaga í A-deild LSR og þá sjóðfélaga sem koma nýir inn í sjóðinn eftir 01.06.2017.
Lesa meira

Staða nemenda með fötlun á sérnámsbrautum verði tryggð ef til sameiningar kemur

Þroskaþjálfafélag Íslands (ÞÍ) lýsir yfir þungum áhyggjum vegna áforma um sameiningu tveggja stærstu framhaldsskóla landsins, Tækniskólans og Fjölbrautaskólans við Ármúla (FÁ). Verði þessi áform að veruleika telur félagið að tryggja verði að allir þroskaþjálfar og aðrir starfsmenn FÁ haldi störfum sínum og kjörum. Einnig að staða nemenda með fötlun, sem stunda nám á sérnámsbrautum við þessa skóla, verði tryggð. Mikilvægt er að þessir nemendur geti áfram sótt nám sitt og fái þá þjónustu sem þeir þurfa á að halda.
Lesa meira

Upplýsingar um væntanlegar breytingar á A- deild LSR

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) hefur birt á vef sínum upplýsingar fyrir sjóðfélaga um væntanlegar breytingar á réttindakerfi A-deildar sjóðsins. Breytingarnar taka gildi 1. júní nk. í samræmi við lög nr. 127/2016 sem samþykkt voru á Alþingi í lok síðasta árs.
Lesa meira