Yfirlit frétta

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember

Lokasamkomulag um fjárhagsramma þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk

Ríki og sveitarfélög undirrituðu í dag lokasamkomulag um fjárhagsramma þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk. Nánari upplýsingar um samkomulagið er hægt að nálgast á vef velferðarráðuneytisins. ps://www.velferdarraduneyti.is/frettir-vel/nr/35396 Lesa meira
Lesa meira

Skrifað undir kjarasamning við Reykjavíkurborg

Skrifað var undir nýjan kjarasamning við Reykjavíkurborg í dag 10. desember Gildistími samningsins er frá 1. september 2015 til 31. mars 2019
Lesa meira

Kynning á rannsókn um nýja framtíðarsýn og starfsþróun þroskaþjálfa í alþjóðlegu ljósi.

Fagráð boðar til fræðslu 2. desember 2015, frá kl 15:00 – 17:00 í húsnæði félagsins að Borgartúni 6, 3. hæð. Kristín Lilliendahl aðjúnkt og Vilborg Jóhannsdóttir lektor munu í tveimur erindum gefa innsýn í langtímarannsókn sem þær eru að vinna að og beinir sjónum að menntun og störfum þroskaþjálfa í alþjóðlegu ljósi. Í fyrra erindinu Ný framtíðarsýn fagstéttar þroskaþjálfa í fjórum löndum Evrópu mun Kristín varpa ljósi á framtíðarsýn og helstu áskoranir fagstéttar þroskaþjálfa hér á landi og í þremur öðrum löndum Evrópu, þ.e. Í Danmörku, Noregi og Spáni. Horft er sérstaklega frá sjónarhóli fagfélaga. Í seinna erindinu Starfsþróun fagstéttar þroskaþjálfa í ljósi nýrra áskorana beinir Vilborg sjónum að starfsþróun íslenskra þroskaþjálfa með áherslu á þær áskoranir sem mæta henni þegar hún færir sig til á breiðum starfsvettvangi. Bæði erindin byggja á niðurstöðum úr þeim hluta langtímarannsóknarinnar er skoðar stöðu og þróun starfa íslenskra þroskaþjálfa á grundvelli þróunar sambærilegrar fagstéttar í Evrópu.
Lesa meira

Morgunverðarfundur ÞÍ

Þann 20. nóvember verður Arne Friðrik Karlsson, þroskaþjálfi, með fyrirlestur fyrir fag- og stéttarfélaga Þí. Þar verða kynntar grunnstoðir hugmyndafræðinnar um Þjónandi leiðsögn, uppruna hennar og sögu á Íslandi. Þjónandi leiðsögn byggir á einstaklingsmiðaðri nálgun þar sem samskipti á milli starfsfólks og notenda eru þungamiðjan. Mannleg gildi, vinátta, umhyggja, tengsl og hvatning eru grundvallaratriði í öllum samskiptum. Lögð er áhersla á að nálgast einstaklinginn með alúð, vináttu og umhyggju og hvetja hann til að setja sér markmið og veita aðstoð við að ná þeim.
Lesa meira

Niðurstaða Félagsdóms ljós

Þroskaþjálfafélag Íslands stefndi Reykjavíkurborg fyrir Félagsdóm til að fá viðurkennt að skrá yfir þau störf hjá Reykjavíkurborg sem eru undanþegin verkfallsheimild og birt var í B-deild stjórnartíðinda með auglýsingu nr. 80, þann 30. janúar 2015, taki ekki til félagsmanna stefnanda sem starfa á Áfangastaðnum Hátúni, Sambýlinu Bröndukvísl, Sambýlinu Hólmasundi, Sambýlinu Sólheimum og Sambýlinu Vesturbrún.
Lesa meira

Undirritaður kjarasamningur við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu

Skrifað var undir samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi milli Þroskaþjálfafélags Íslands (og fleiri aðildarfélaga BHM) og SFV sl. föstudag, þann 23. október.
Lesa meira

Viljayfirlýsing við Menntavísindasvið Háskóla Íslands

Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Þroskaþjálfafélag Íslands hafa undirritað viljayfirlýsingu um faglegt samstarf. Í viljayfirlýsingunni er kveðið á um að báðir aðilar komi á sameiginlegum vettvangi til faglegrar umræðu um störf, starfsvettvang og menntun þroskaþjálfa. Samstarfið skal sérstaklega tiltaka símenntun og framhaldsmenntun fagstéttarinnar. Á þeim vettvangi verði m.a. rætt um hugmyndafræði og aðferðir, inntak, þróun og gæði þjónustu þroskaþjálfa við fatlað fólk og tengsl við nám í þroskaþjálfafræðum og starfsþróun þroskaþjálfa. Fyrirhugað er að funda að lágmarki einu sinni á ári en þess á milli skal samstarfi vera háttað eins og tilefni eru til.
Lesa meira

Ríkið sýknað af kröfu Ljósmæðrafélags Íslands

Félagsdómur sýknaði íslenska ríkið í máli sem Ljósmæðrafélag Íslands höfðaði vegna vangoldinna launa ljósmóður vegna vinnu í verkfalli. Tveir dómarar skiluðu séráliti þar sem fallist var á kröfu félagsins.
Lesa meira

Pistill formanns í tilefni alþjóðadags þroskaþjálfa

Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa er að kveldi kominn, frábær dagur! Það hefur verið einstök upplifun að fylgjast með öflugum þroskaþjálfum setja merki félagsins á forsíðumynd sína hér á FB, segja frá störfum sínum, setja inn myndir, myndbönd segja hversu stoltir þeir eru með störfin sín og að hvaða baráttumálum þeir eru að vinna að í dag. Ég er gríðarlega stolt af þroskaþjálfum og er stolt að fá að starfa sem formaður Þroskaþjálfafélags Íslands. Áfram þroskaþjálfar!Áfram þroskaþjálfar ‪#‎thefinestjobintheworld‬ ‪#‎socialeducator‬ ‪#‎þroskaþjálfi‬ ‪#‎thefinestjobintheworld‬ ‪#‎socialeducator‬ ‪#‎þroskaþjálfi‬
Lesa meira

Til hamingju með daginn þroskaþjálfar

Þann 2. október höldum við upp á alþjóðlegan dag þroskaþjálfa og viljum við minna á störf þroskaþjálfa um allan heim. Þroskaþjálfar hafa kunnáttu og þekkingu til að veita fötluðum og öðrum sem hafa skerta færni þann stuðning sem fólk þarfnast. Reynslan sýnir að þroskaþjálfar hafa mikilvægu hlutverki að gegna og þjóna fjölbreyttum hópum í samfélaginu. #thefinestjobintheworld #socialeducator #þroskaþjálfi
Lesa meira