Fag- og fræðslusjóður ÞÍ

Úthlutunarreglur Fag og fræðslusjóðs Þroskaþjálfafélags Íslands

1.gr.
Fag- og fræðslusjóður Þroskaþjálfafélags Íslands er ætlaður til rannsókna/ þróunarstarfa.

2.gr.
Aðild að sjóðnum eiga félagsmenn í Þroskaþjálfafélagi Íslands.

3.gr.
Umsóknum skal skilað til skrifstofu félagsins. Umsóknir skulu afgreiddar innan tveggja mánaða. Styrkþegi skal vitja styrk síns innan 6 mánaða frá þeirri dagsetningu sem honum er tilkynnt um styrkúthlutun.

4.gr.
Með umsókn skulu eftirfarandi upplýsingar fylgja: lýsing á rannsókn//þróunarstarfi, rannsóknaráætlun, áætlaður kostnaður, samstarfsaðilar, upplýsingar um rannsóknir á sama sviði aðrir styrkir eða laun upphæð styrks sem sótt er um.

5. gr.
Stjórn Fag og fræðslusjóðs Þroskaþjálfafélags Íslands fjallar um og afgreiðir umsóknir. Umsóknum skal svarað skriflega.

6.gr.
Styrkþegar skulu vitja greiðslunnar innan 6 mánaða frá styrkveitingu.

7.gr.
Styrkþegar rannsókna og eða þróunarverkefna skulu kynna niðurstöður rannsókna sinna eða drög að niðurstöðum, fyrir öðrum félagsmönnum svo sem í formi fyrirlestra eða skýrslu innan tveggja ára frá úthlutun.

8.gr.
Sjóðsstjórn er heimilt að endurskoða starfsreglur ár hvert. Nýjar reglur skulu kynntar á aðalfundi að undanfarinni samþykkt sjóðsstjórnar og stjórnar Þroskaþjálfafélags Íslands.

9.gr.
Greiðslu til styrkhafa er skipt í tvennt þ.e. helmingur styrks greiðist strax og umsókn hefur verið samþykkt og seinni hluti eftir að styrkhafi hefur kynnt verkefnið.