Um félagið

Þroskaþjálfafélag Íslands

ÞÍ er fag- og stéttarfélag þroskaþjálfa. Félagið er sjálfstætt félag með aðild að BHM. Um 800 þroskaþjálfar eiga stéttarfélagsaðild að félaginu, en auk þess geta þroskaþjálfar átt fagaðild. Fagaðild þýðir að viðkomandi þroskaþjálfi starfar ef einhverjum ástæðum ekki sem þroskaþjálfi (t.d.annar starfsvettvangur, komnir á eftirlaun o.s.frv. Aukaaðild að ÞÍ geta þroskaþjálfanemar haft.

Þroskaþjálfun er lögverndað starf og starfar stéttin eftir lögum um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012 (samþykkt á Alþingi 2. maí 2012 og tóku gildi 1. janúar 2013) og reglugerð um menntun, réttindi og skyldur þroskaþjálfa og skilyrði til að hljóta starfsleyfi nr. 1120/2012 (undirrituð af velferðarráðherra 11. desember 2012  og tóku gildi 1. janúar 2013)

Þroskaþjálfi skal þekkja lög og reglugerðir sem gilda um heilbrigðisstarfsmenn, málefni fatlaðs fólks, heilbrigðisþjónustu svo og önnur lög og stjórnvaldsfyrirmæli eftir því sem við á.  Hann ber ábyrgð á þeirri upplýsingagjöf, fræðslu, aðstoð og ráðgjöf sem hann veitir. Enn fremur felst starf hans í að efla lífsgæði fatlaðs fólks og auka þátttöku þess í samfélaginu. Sjá nánar í reglugerðinni

 

 

Lög félagsins

Vísindasjóður

Fag- og fræðslusjóður

 

Minningarsj.
Guðnýjar Ellu

 

Aðalfundargögn

 

Skrifstofa Þroskaþjálfafélags Íslands er í Borgartúni 6, 105 Reykjavík

 

Sjá á korti

 

Skrifstofan er opin frá 9:00 - 16:00 mánudaga til fimmtudaga
en föstudaga frá 9:00 - 12:00.

Sími skrifstofu: 595 5160  -  Símbréf: 595 5101

 

Netfang félagsins: throska (hjá) throska.is

Ef enginn er við, vinsamlega skiljið eftir skilaboð á símsvara eða sendið tölvupóst.

 

 

 

Formaður: Laufey Elísabet Gissurardóttir

gsm sími formanns: 894 0225

netfang formanns: laufey (hjá) throska.is

 

 


 

Framkvæmdastjóri: Anna Lilja Magnúsdóttir

netfang: annalilja (hjá) throska.is