Atvinnuauglýsingar

Þroskaþjálfa í Landakotsskóla.
Þroskaþjálfi óskast í Landakotsskóla í 50-100 % starfshlutfall.  Landakotsskóli er sjálfstætt starfandi grunnskóli með nemendur frá fimm ára og upp í tíunda bekk. Einnig er starfrækt Alþjóðadeild við skólann. 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Helga Jóhanna Stefánsdóttir þroskaþjálfi í síma 510-8200. Einnig má senda tölvupóst á netfangið helgaj@landakotsskoli.isÞroskaþjálfa vantar í afleysingu á hæfingarstöðina að Bæjarhrauni.
Þar fer fram skipulögð vinna í grunn- og skynörvun annarsvegar og hinsvegar þjálfun í notkun óhefð-bundinna tjáskipta ásamt almennri þjónustu við fólk með mikla stuðningsþörf.

Í boði er:

 • Tímabundið starf í eitt ár í 100% dagvinnu
 • Spennandi, lærdómsríkt og framsækið starf
 • Gott tækifæri til að kynnast óhefðbundnum tjáskiptaleiðum
 • Fjölbreytt verkefni s.s. alþjóðlegt samstarf með áherslu á framþróun Bliss tungumálsins
 • Góð aðlögun

Helstu verkefni:

 • Taka þátt í starfi með þjónustunotendum með áherslu á að auka færni í óhefðbundnum tjáskiptum
 • Stuðla að virkni, velferð og vellíðan þjónustunotenda
 • Setja upp og fylgja eftir einstaklingsmiðuðum þjálfunaráætlunum og starfsáætlun

Hæfniskröfur eru:

 • Þroskaþjálfamenntun og starfsleyfi sem þroskaþjálfi
 • Samstarfsvilji og hæfni í mannlegum samskiptum
 • Áhugi á málefnum fatlaðs fólk
 • Jákvætt viðmót og rík þjónustulund
 • Samviskusemi og þolinmæði
 • Hreint sakavottorð

Umsóknarfrestur er til og með 24. nóvember 2017.     

 • Laun samkvæmt kjarasamningi launanefndar við hlutaðeigandi stéttarfélag.
 • Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið.
 • Sótt er um starfið í gegnum heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar www.hafnarfjordur.is undir laus störf.
 • Óskað er eftir að ferilskrá fylgi.

Upplýsingar veitir Halla Harpa Stefánsdóttir forstöðuþroskaþjálfi virka daga í síma 565-0446 milli kl. 08.00-16.00. 


 

Þroskaþjálfi eða sérfræðingur óskast til starfa við þjónustukjarna í Hafnarfirði
Þroskaþjálfi óskast í 40% vaktavinnu við þjónustuíbúðir fatlaðs fólks í Hafnarfirði. Lögð er áhersla á einstaklingsmiðaða þjónustu og aukin lífsgæði fatlaðs fólks, valdeflingu og virka samfélagsþátttöku.

Ábyrgðar-og starfssvið:

 • Gerð  einstaklings- og þjónustuáætlana.
 • Veita fötluðu fólki stuðning og ráðgjöf við athafnir daglegs lífs.
 • Móta verklagsreglur og fylgja þeim eftir.
 • Veita starfsfólki fræðslu og handleiðslu í starfi.

 Hæfniskröfur:

 • Þroskaþjálfamenntun og starfsleyfi til að starfa sem slíkur eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi með fötluðu fólki
 • Góð hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni, sjálfstæði og frumkvæði í starfi.
 • Hreint sakavottorð.

Umsóknarfrestur er til og með 3. nóvember 2017. Upplýsingar um starfið veitir Stella Á. Kristjánsdóttir, verkefnastjóri þjónustuíbúða og frekari liðveislu, netfang stellak@hafnarfjordur.is, sími 544-2360 /644-5726.

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið. Umsóknum ásamt ferilskrá skal skilað á netfangið stellak@hafnarfjordur.is   Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.  Þjónustuíbúðirnar eru reyklaus vinnustaður.

Félagsþjónustan í Hafnarfirði


 

Þroskaþjálfa vantar til starfa í Ungmennahúsið
Ungmennahúsið óskar eftir þroskaþjálfa til starfa í vinnu- og frístundarúrræði. Óskað er eftir starfsmanni sem er jákvæður, lausnarmiðaður og með fjölbreytta hæfileika. Viðkomandi mun annarsvegar aðstoða fatlað fólk við vinnu sína meðal annars við störf á almennum vinnumarkaði. Hinsvegar mun hann starfa í frístund fyrir fötluð ungmenni  á aldrinum 16-20 ára.

Í boði er:

 • 100 % starfshlutfall
 • Spennandi og lærdómsríkt starf
 • Fjölbreytt verkefni

Helstu verkefni:

 • Veita fólki stuðning við athafnir daglegs lífs.
 • Fylgja eftir áætlunum og verklagsreglum.
 • Hafa gaman í vinnunni og vera öðrum fyrirmynd.
 • Virkja þjónustunotendur til fjölbreyttra tómstunda.
 • Stuðla að velferð fólks og auknum félagslegum þroska þeirra

Hæfniskröfur:

 • Þroskaþjálfamenntun og starfsleyfi sem þroskaþjálfi eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
 • Hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Þjónustulund og jákvæðni.
 • Sjálfstæði í vinnubrögðum.
 • Viðkomandi verður að hafa hreint sakavottorð.

Upplýsingar um starfið veitir:

 Umsóknarfrestur er til og með 31. október

 • Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst
 • Sótt er um starfið í gegnum heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar og óskað er eftir að ferilskrá fylgi.
 • Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitafélaga við viðkomandi stéttarfélag.
 • Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið.

Vinna & virkni

Ás styrktarfélag veitir fólki með fötlun fjölbreytta og metnaðarfulla þjónustu. Vinnustaðir félagsins í Ögurhvarfi 6 og Stjörnugróf 7-9 leita að drífandi og áhugasömum þroskaþjálfum til að takast á við fjölbreytt verkefni í sveigjanlegu og skemmtilegu vinnuumhverfi. 

Þessa dagana eru margir nýliðar að bætast í hóp starfsmanna með fötlun og því þurfum við að fjölga í leiðbeinendahópnum. Fyrir er þéttur og öflugur starfsmannahópur með mikla reynslu og þekkingu.

Áhugasamir hafi samband við:

Sigurbjörgu Sverrisdóttur forstöðumann í Stjörnugróf, s. 414 0540/414 0560
Höllu Jónsdóttur forstöðumann í Ögurhvarfi, s. 414 0500
Valgerði Unnarsdóttur forstöðumann á Lyngási, s. 533 8228

Umsóknir má senda í gegnum heimasíðu félagsins, styrktarfelag.is eða á netföngin essy@styrktarfelag.is eða halla@styrktarfelag.is.

Stöðurnar eru lausar nú þegar eða eftir samkomulagi.

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi. 

 


 

Sólheimar ses. í Grímsnesi óska eftir forstöðuþroskaþjálfa.
Um er að ræða 100 % starf.
Hæfniskröfur:
• Háskólapróf í þroskaþjálfafræðum og leyfi til að starfa sem þroskaþjálfi.
• Þekking á lögum og reglugerðum sem varða þjónustu við fatlað fólk.
• Reynsla af teymisvinnu.
• Jákvæðni og færni í mannlegum samskiptum.
• Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
Starfsvið:
• Leitast við að auka lífsgæði og sjálfstæði fatlaðs fólks og stuðla að valdeflingu þeirra.
• Gerð einstaklingsmiðaðra þjónustuáætlana, mat og mælingar.
• Faglegt starf og þjónusta við íbúa.
• Fræðsla til annarra starfsmanna.
• Hafa umsjón með einkafjármunum íbúa og heimilssjóði íbúa, samkæmt umboði.
• Gerð áætlana fyrir heimili s.s. rekstrar- og fjárhagsáætlunar.
• Taka þátt í spennandi stefnumótunarstarfi.


Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Þroskaþjálfafélags Íslands.
Umsóknarfrestur er til loka dags 8.október 2017.
Möguleiki á húsnæði á staðnum.
Áhugasamir hafi samband við Lilju eða Halla Valla.
lilja.gissuradottir@solheimar.is
hallbjorn.runarsson@solheimar.is


Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Þroskaþjálfafélags Íslands.
Umsóknarfrestur er til loka dags 8.október 2017.
Möguleiki á húsnæði á staðnum.
Áhugasamir hafi samband við Lilju eða Halla Valla.
lilja.gissuradottir@solheimar.is
hallbjorn.runarsson@solheimar.is

 

OKKUR VANTAR FLEIRI ÞROSKAÞJÁLFA!

 Langar þig að vinna með börnum í sterkum starfsmannahópi?

Langar þig að taka þátt í að móta nýja nálgun í skólaþjónustu við fötluð börn?

Langar þig að starfa í krefjandi starfi í skapandi umhverfi?

Langar þig að vinna á metnaðarfullum vinnustað þar sem jákvæðni og gleði eru höfð að leiðarljósi?


Ef svo er þá viljum við vinna með þér. Við erum að leita að þroskaþjálfum sem brenna af áhuga á að vinna með börnum.

Arnarskóli er ný skólaþjónusta fyrir fötluð börn á grunnskólaaldri. Við veitum einstaklingsmiðaða þjónustu byggða á hagnýtri atferlisgreiningu í nánu samstarfi við fjölskyldur barnanna. Í starfi okkar leggjum við áherslu á fagleg vinnubrögð, virðingu fyrir skjólstæðingum okkar og réttindum þeirra og höfum gleði að leiðarljósi. Að Arnarskóla starfa fagmenn með margvíslegan bakgrunn og menntun sem hafa mikla reynslu af skólamálum og þjónustu við fötluð börn.

Spennandi starf sem býður uppá margsvíslega möguleika í framtíðinni.

Hlökkum til að fá umsókn frá þér á arnarskoli@arnarskoli.is


Yfirþroskaþjálfi óskast á skammtímavistun fyrir fötluð börn og ungmenni að Móaflöt 24 í Garðabæ

Garðabær óskar eftir að ráða þroskaþjálfa í starf yfirþroskaþjálfa á skammtímavistunina við Móaflöt 24 í Garðabæ

Starfshlutfall samkomulag og um er að ræða vaktarvinnu.

Starfssvið:

Felur meðal annars í sér verkstjórn, og samræmingu faglegs starfs.

 • Verkstjórn, gerð þjónustuáætlana, eftirfylgd þeirra, umsjón ýmissa verkefna og samræming faglegs starfs
 • Tekur þátt í samstarfi við tengdar stofnanir og aðstandendur í samráði við forstöðumann
 • Samskipti við foreldra og aðstandendur
 • Er staðgengill forstöðuþroskaþjálfa

Menntun og hæfniskröfur:

Þroskaþjálfamenntun og starfsleyfi sem þroskaþjálfi er skilyrði

 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Reynsla af skipulagi faglegs starfs
 • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum
 • Frumkvæði, sveigjanleiki  og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Hreint sakavottorð

Umsóknum skal að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur.

Upplýsinar veitir forstöðuþroskaþjálfi í síma 5659414 / 6953723  einnig má senda fyrirspurnir á soleyg@gardabaer.is

Umsóknarfrestur er til og með 1.október  2017

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga við ÞÍ.

Vinsamlegast sækið um með því að fylla út rafræna atvinnuumsókn á  “Minn Garðabær” á  heimasíðu Garðabæjar, www.gardabaer.is

Öllum umsóknum verður svarað.


 Þroskaþjálfi óskast í hálft starf
Umsjón í námsveri og afleysing í sérnámi

Tækniskólinn óskar eftir þroskaþjálfa í hálft starf veturinn 2017 til 2018

Starfssvið – umsjón með námsveri og afleysing í sérnámi.

Upplýsingar gefa: 
Kolbrún Kolbeinsdóttir (kk@tskoli.is) og Fjölnir Ásbjörnsson (fa@tskoli.is).

Sendið umsóknir í tölvupósti á Kolbrúnu Kolbeinsdóttur, kk@tskoli.is


Þroskaþjálfi á Sólborg.

Leikskólinn Sólborg leitar að þroskaþjálfa til að bæta í sinn góða starfsmannahóp. Um er að ræða 100% stöðu eða hlutfall samkvæmt samkomulagi.

Starfsmannahópurinn er fjölbreyttur og skemmtilegur.  Í  Sólborg starfa um 35 manns, 70% þeirra eru fagmenntaðir og er starfsaldur innan Sólborgar hár. Í dag starfa 4 þroskaþjálfar í Sólborg.

Leikskólinn Sólborg er 5 deilda leikskóli í Öskjuhlíðinni. Þar dvelja 80 börn í vetur, þar af eru 15 börn með sérþarfir.

Sérstaða skólans felst í sameiginlegu uppeldi og menntun fatlaðra og ófatlaðra barna og stefna og aðferðir taka mið af hugmyndafræði Náms án aðgreiningar. Skólinn leggur áherslu á að viðurkenna og virða margbreytileika hjá börnum og vinna með ólíkar þarfir þeirra.

Stærsti hluti barna með sérþarfir eru heyrnarlaus- og heyrnarskert börn. Markmið okkar er að nota tvö mál, íslensku og íslenskt táknmál. Auk þess fá öll börn í Sólborg tækifæri til að kynnast máli og menningu heyrnarlausra. Til að mynda fá öll börn sitt eigið nafnatákn við upphaf leikskólagöngunnar.

Sólborg er annar af tveimur sérskólum Reykavíkur og er sérhæfður að því leyti að hann sinnir ráðgjöf til annarra leikskóla vegna kennslu og námsumhverfis heyrnarskertra barna og barna með aðrar sérþarfir.

Helstu verkefni og ábyrgð:

* Kennsla og þjálfun barns með sérþarfir í samstarfi við sérkennslustjóra og annað starfsfólk deildar.

* Að eiga samstarf við foreldra, fagaðila og aðra ráðgjafa.

* Að vinna að gerð einstaklingsnámskrár og fylgja henni eftir.

* Að sinna þeim verkefnum er varða sérkennslu , og öðrum störfum innan leikskólans, sem yfirmaður felur honum.

Hæfniskröfur:

* Þroskaþjálfamenntun.

* Reynsla af sérkennslu æskileg.

* Lipurð í samskiptum og sveigjanleiki.

* Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.

* Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi.

* Góð íslenskukunnátta.

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Þroskaþjálfafélags Íslands.

Ef frekari upplýsinga er óskað endilega verið í sambandi við leikskólastjóra, Guðrúnu Jónu Thorarensen gudrun.jona.thorarensen@reykjavik.is eða Særúnu Ósk Böðvarsdóttur, sérkennslustjóra saerun.osk.bodvarsdottir@reykjavik.is eða í síma 5515380.