Atvinnuauglýsingar

 

Yfirþroskaþjálfi óskast á skammtímavistun fyrir fötluð börn og ungmenni að Móaflöt 24 í Garðabæ

Garðabær óskar eftir að ráða þroskaþjálfa í starf yfirþroskaþjálfa á skammtímavistunina við Móaflöt 24 í Garðabæ

Starfshlutfall samkomulag og um er að ræða vaktarvinnu.

Starfssvið:

Felur meðal annars í sér verkstjórn, og samræmingu faglegs starfs.

 • Verkstjórn, gerð þjónustuáætlana, eftirfylgd þeirra, umsjón ýmissa verkefna og samræming faglegs starfs
 • Tekur þátt í samstarfi við tengdar stofnanir og aðstandendur í samráði við forstöðumann
 • Samskipti við foreldra og aðstandendur
 • Er staðgengill forstöðuþroskaþjálfa

Menntun og hæfniskröfur:

Þroskaþjálfamenntun og starfsleyfi sem þroskaþjálfi er skilyrði

 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Reynsla af skipulagi faglegs starfs
 • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum
 • Frumkvæði, sveigjanleiki  og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Hreint sakavottorð

Umsóknum skal að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur.

Upplýsinar veitir forstöðuþroskaþjálfi í síma 5659414 / 6953723  einnig má senda fyrirspurnir á soleyg@gardabaer.is

Umsóknarfrestur er til og með 1.október  2017

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga við ÞÍ.

Vinsamlegast sækið um með því að fylla út rafræna atvinnuumsókn á  “Minn Garðabær” á  heimasíðu Garðabæjar, www.gardabaer.is

Öllum umsóknum verður svarað.
 

Heimilið Berjahlíð  óskar eftir þroskaþjálfa í framtíðarstarf

Leitað er að metnaðarfullum og áhugasömum einstaklingi í starf þroskaþjálfa á heimilið Berjahlíð. Í Berjahlíð búa fimm einstaklingar sem öll eru einstök á sinn hátt. Áhersla er lögð á að íbúum líði vel í þægilegu og öruggu umhverfi heimilisins. Einstaklingsmiðuð aðstoð með áherslu á virðingu- og virk samskipti við íbúa og valdeflandi vinnubrögð í fyrirrúmi.

Í boði er:

 • Starfshlutfall, samkomulagsatriði
 • Spennandi og lærdómsríkt starf
 • Fjölbreytt og skemmtileg verkefni í boði

Helstu verkefni:

 • Skipulagning, samhæfing, áætlanagerð, skýrslugerð, upplýsingamiðlun, ráðgjöf og
 • fræðsla í samvinnu og samráði við forstöðumann og aðra fagaðila
 • Persónulegur stuðningur við íbúa heimilisins
 • Samskipti og samstarf við tengdar stofnanir og aðstandendur

Hæfniskröfur:

 • Þroskaþjálfamenntun og starfsleyfi sem þroskaþjálfi.
 • Þjónustulund og jákvætt viðmót.
 • Færni og lipurð í mannlegum samskiptum.
 • Sjálfstæði og ábyrgð í starfi, framtakssemi.
 • Geta til að bregðast við breyttum aðstæðum.
 • Leitast við að auka lífsgæði og sjálfstæði fatlaðs fólks og stuðla að valdeflingu þeirra.
 • Skapa öfluga liðsheild sem stuðlar að samræmdum einstaklingsmiðuðum vinnubrögðum
 • Reynsla af skipulagi faglegs starfs á sviði þroskaþjálfunar.
 • Hreint sakavottorð.

Upplýsingar um starfið veitir:

Umsóknarfrestur er til 22.sept. 2017

 • Æskilegt að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.
 • Sótt er um starfið í gegnum heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar og óskað eftir að ferilskrá fylgi.
 • Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
 • Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið.

Fjölskylduþjónustan í Hafnarfirði

 


 

 
Þroskaþjálfi óskast í hálft starf
Umsjón í námsveri og afleysing í sérnámi

Tækniskólinn óskar eftir þroskaþjálfa í hálft starf veturinn 2017 til 2018

Starfssvið – umsjón með námsveri og afleysing í sérnámi.

Upplýsingar gefa: 
Kolbrún Kolbeinsdóttir (kk@tskoli.is) og Fjölnir Ásbjörnsson (fa@tskoli.is).

Sendið umsóknir í tölvupósti á Kolbrúnu Kolbeinsdóttur, kk@tskoli.is

 

 
Þroskaþjálfi – Heimilið Sólheimar 21b

Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis

Laust er til umsóknar starf þroskaþjálfa í sértæku húsnæðisúrræði.
Vaktarfyrirkomulag er dagvaktir og 2 kvöldvaktir virka daga.

Sólarhringsþjónusta er veitt á heimilinu og miðast hún við að efla færni, auka sjálfstæði og lífsgæði. Unnið er eftir hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf.
Leitast er við að koma til móts við þarfir hvers og eins og laga þjónustuna að breytilegum þörfum og aðstæðum viðkomandi á hverjum tíma.
Virða ber sjálfræði einstaklinga og hafa velferð þeirra að leiðarljósi.

Helstu verkefni og ábyrgð
Hvetur og styður þjónustunotendur til sjálfshjálpar og félagslegrar virkni.
Leiðbeinir þjónustunotendum og aðstoðar þá við heimilishald og dagleg störf eftir því sem við á og þörf krefur.
Leiðbeinir þjónustunotendum og aðstoðar þá í læknisheimsóknum og ferðum til annara sérfræðinga.
Fræðir nýtt starfsfólk og leiðbeinir því.
Tekur þátt í gerð og framkvæmd einstaklingsáætlana í samráði við forstöðumann/deildarstjóra.
Ber ábyrgð á að einstaklingsáætlanir íbúa séu endurskoðaðar reglulega og að upplýsingar séu skráðar þar sem það á við í samráði við forstöðumann/deildarstjóra.
Hefur yfirsýn yfir þá þjónustu sem þjónustunotendur fá.
Veitir aðstoð við meðferð fjármuna í samráði við forstöðumann/deildarstjóra.
Tekur þátt í þróunarstarfi undir stjórn forstöðumanns.
Tekur þátt í samstarfi við aðstandendur í samráði við forstöðumann/deildarstjóra.
Önnur þau störf sem starfsmanni kunna að vera falin af yfirmanni.
Hæfniskröfur
Starfsleyfi sem þroskaþjálfi.
Reynsla og þekking af starfi með fötluðum.
Hæfni í mannlegum samskiptum, frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Þroskaþjálfafélags Íslands

Starfshlutfall
80%
Umsóknarfrestur
18.9.2017
Ráðningarform
Ótímabundin ráðning
Númer auglýsingar
3354
Nafn sviðs
Velferðarsvið
Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigríður Elfa Þorgilsdóttir í síma 553-1188 og tölvupósti sigridur.elfa.thorgilsdottir@reykjavik.is

 

Þroskaþjálfi óskast á áfangaheimili fyrir fatlað fólk í Kópavogi
Velferðarsvið Kópavogs óskar eftir þroskaþjálfa til starfa á áfangaheimili fyrir fatlað fólk í Kópavogi. Á heimilinu sækja tíu einstaklingar þjónustu, fimm í einu, og þar er lögð áhersla á að þjónustunotendur búi sig undir flutninga að heiman. Starfið felst í því að veita aðstoð og leiðbeiningar við allt er lýtur að daglegu lífi þjónustunotenda bæði inni á heimilinu og utan þess.

Starfshlutfall og ráðningartími
Um er að ræða 60% starf þar sem unnið er á kvöldvöktum og aðra hvora helgi. Staðan er laus frá 15. september og er framtíðarstarf.

Menntunar- og hæfniskröfur
• Próf í þroskaþjálfafræðum og starfsleyfi til að starfa sem slíkur.
• Þekking og reynsla af vinnu með einstaklingum með þroskahömlun er kostur.
• Góð íslenskukunnátta.
• Hæfni í mannlegum samskiptum.
• Framtakssemi og sjálfstæði.
• Jákvæðni og sveigjanleiki í starfi.
• Geta unnið vel með öðrum.


Helstu verkefni og ábyrgð
• Einstaklingsmiðaður, persónulegur stuðningur við þjónustunotendur.
• Miðla þekkingu til annarra starfsmanna.
• Gæta þess að réttindi þjónustunotenda séu virt.
• Leggja fram og setja upp alls kyns gögn sem stuðla að auknu sjálfstæði þjónustunotenda.
• Vera þjónustunotendum góð fyrirmynd.
• Almennt heimilishald.
• Samvinna við starfsmenn og aðstandendur.
• Fjölbreytt verkefni.


Frekari upplýsingar
Laun eru samkvæmt kjarasamningi sambands íslenskra sveitarfélagar og þroskaþjálfafélags Íslands.

Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá Félagsþjónustu Kópavogs þurfa að skila sakavottorði eða veita heimild til að leitað sé upplýsinga af sakaskrá. Umsækjandi þarf að hafa náð 20 ára aldri.

Umsóknarfrestur er til og með 1.september 2017.

Upplýsingar gefa Berglind Ósk Guðnadóttir, forstöðuþroskaþjálfi, í síma 554-3414 eða á netfangið berglindo@kopavogur.is eða Sigríður Heiða Kristjánsdóttir, deildarstjóri, netfang sigridurheida@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is


 

Þroskaþjálfi á Sólborg.

Leikskólinn Sólborg leitar að þroskaþjálfa til að bæta í sinn góða starfsmannahóp. Um er að ræða 100% stöðu eða hlutfall samkvæmt samkomulagi.

Starfsmannahópurinn er fjölbreyttur og skemmtilegur.  Í  Sólborg starfa um 35 manns, 70% þeirra eru fagmenntaðir og er starfsaldur innan Sólborgar hár. Í dag starfa 4 þroskaþjálfar í Sólborg.

Leikskólinn Sólborg er 5 deilda leikskóli í Öskjuhlíðinni. Þar dvelja 80 börn í vetur, þar af eru 15 börn með sérþarfir.

Sérstaða skólans felst í sameiginlegu uppeldi og menntun fatlaðra og ófatlaðra barna og stefna og aðferðir taka mið af hugmyndafræði Náms án aðgreiningar. Skólinn leggur áherslu á að viðurkenna og virða margbreytileika hjá börnum og vinna með ólíkar þarfir þeirra.

Stærsti hluti barna með sérþarfir eru heyrnarlaus- og heyrnarskert börn. Markmið okkar er að nota tvö mál, íslensku og íslenskt táknmál. Auk þess fá öll börn í Sólborg tækifæri til að kynnast máli og menningu heyrnarlausra. Til að mynda fá öll börn sitt eigið nafnatákn við upphaf leikskólagöngunnar.

Sólborg er annar af tveimur sérskólum Reykavíkur og er sérhæfður að því leyti að hann sinnir ráðgjöf til annarra leikskóla vegna kennslu og námsumhverfis heyrnarskertra barna og barna með aðrar sérþarfir.

Helstu verkefni og ábyrgð:

* Kennsla og þjálfun barns með sérþarfir í samstarfi við sérkennslustjóra og annað starfsfólk deildar.

* Að eiga samstarf við foreldra, fagaðila og aðra ráðgjafa.

* Að vinna að gerð einstaklingsnámskrár og fylgja henni eftir.

* Að sinna þeim verkefnum er varða sérkennslu , og öðrum störfum innan leikskólans, sem yfirmaður felur honum.

Hæfniskröfur:

* Þroskaþjálfamenntun.

* Reynsla af sérkennslu æskileg.

* Lipurð í samskiptum og sveigjanleiki.

* Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.

* Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi.

* Góð íslenskukunnátta.

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Þroskaþjálfafélags Íslands.

Ef frekari upplýsinga er óskað endilega verið í sambandi við leikskólastjóra, Guðrúnu Jónu Thorarensen gudrun.jona.thorarensen@reykjavik.is eða Særúnu Ósk Böðvarsdóttur, sérkennslustjóra saerun.osk.bodvarsdottir@reykjavik.is eða í síma 5515380.

 

Við leitum að Forstöðumanni í starf á heimili fatlaðs fólks

Leitað er að metnaðarfullum og áhugasömum einstaklingi í starf forstöðumanns á heimili fatlaðs fólks í Erluás í Hafnarfirði. Um er að ræða 100% starf. Áhersla er lögð á að íbúum líði vel í þægilegu og öruggu umhverfi heimilisins. Einstaklingsmiðuð aðstoð með áherslu á valdeflingu og sjálfstætt líf.

 

Ábyrgðarsvið:

 • Faglegt starf og þjónusta við íbúa.
 • Daglegur rekstur heimilisins, stjórnun og starfsmannamál.
 • Innkaup fyrir heimilið.
 • Fjármál og eftirliti með þeim.
 • Einkafjármunir íbúa og heimilssjóður, samkæmt umboði.
 • Gerð áætlana fyrir heimilið s.s. rekstrar- og fjárhagsáætlunar.
 • Meðferð gagna og upplýsinga.
 • Að þjónusta og starfsemi sé í samræmi við lög, reglugerðir, samning sameinuðu þjóðanna, stefnur og samþykkta verkferla.

 

Hæfniskröfur:

 • Þroskaþjálfamenntun og starfsleyfi sem þroskaþjálfi eða önnur sambærileg háskólamenntun sem nýtist í starfi.
 • Reynsla af starfi með fötluðu fólki, a.m.k. 5 ára starfsreynsla æskileg.
 • Reynsla af stjórnun og starfsmannamálum æskileg.
 • Reynsla af skipulagi starfs á sviði þroskaþjálfunar æskileg.
 • Leiðtogafærni.
 • Mjög góð samskipta- og samstarfshæfni.
 • Frumkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfileikar.
 • Geta til að aðlagast breyttum aðstæðum.
 • Þjónustulund, góð framkoma og snyrtimennska.
 • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku er kostur.
 • Góð tölvukunnátta.
 • Geta til að vinna undir álagi.
 • Þekking á lögum sem snúa að málaflokknum.

 

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

 • Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið.

 

Upplýsingar um starfið:

 • Nánari upplýsingar um starfið eru veittar af Hrönn Hilmarsdóttur, netfang: hronnhilmars@hafnarfjordur.is
 • Sótt er um starfið rafrænt á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar undir laus störf. Með umsókn skal skila upplýsingum um nám og starfsferil.

 

Umsóknarfrestur er til og með 13. ágúst 2017.

 

Fjölskylduþjónusta Hafnarfjarðar


 

Heimilið Blikaás óskar eftir þroskaþjálfa í framtíðarstarf
Leitað er að metnaðarfullum og áhugasömum einstaklingi í starf þroskaþjálfa á heimili fatlaðs fólks. Áhersla er lögð á að íbúum líði vel í þægilegu og öruggu umhverfi heimilisins. Einstaklingsmiðuð aðstoð með áherslu á persónurými og rétt til upplýstrar sjálfsákvörðunar.

Í boði er:
• Starfshlutfall, samkomulagsatriði
• Spennandi og lærdómsríkt starf
• Fjölbreytt verkefni

Helstu verkefni:
• Skipulagning, samhæfing, áætlanagerð, skýrslugerð, upplýsingamiðlun, ráðgjöf og
fræðsla í samvinnu og samráði við forstöðumann og aðra fagaðila
• Persónulegur stuðningur við íbúa heimilisins
• Samskipti og samstarf við tengdar stofnanir og aðstandendur

Hæfniskröfur:
• Þroskaþjálfamenntun og starfsleyfi sem þroskaþjálfi.
• Reynsla af skipulagi faglegs starfs á sviði þroskaþjálfunar.
• Þjónustulund og jákvætt viðmót.
• Færni og lipurð í mannlegum samskiptum.
• Framtakssemi, sjálfstæði og ábyrgð í starfi.
• Geta til að bregðast við breyttum aðstæðum.
• Leitast við að auka lífsgæði og sjálfstæði fatlaðs fólks og stuðla að valdeflingu þeirra.
• Skapa öfluga liðsheild sem stuðlar að samræmdum einstaklingsmiðuðum vinnubrögðum
• Hreint sakavottorð.

Upplýsingar um starfið veitir:
• Ellen Jónsdóttir, forstöðumaður í síma: 555-6554, netfang: ellen@hafnarfjordur.is

Umsóknarfrestur er til 31. júlí 2017
• Æskilegt að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.
• Sótt er um starfið í gegnum heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar og óskað eftir að ferilskrá fylgi.
• Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
• Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið.

Fjölskylduþjónustan í Hafnarfirði

 


 

 Laus staða þroskaþjálfa á Sólheimum í Grímsnesi.

Okkur vantar þroskaþjálfa í fullt starf.
Um er að ræða vinnu alla virka daga.
Umsóknir sendist á adalbjorg@solheimar.is