Atvinnuauglýsingar

Leikskólinn Geislabaugur í Grafarholti.

Auglýsum eftir Þroskaþjálfa til starfa við leikskólann Geislabaug í Grafarholti. Um er að ræða stuðningur á deild vegna barns með hreyfihömlun. Allar nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri Þóra Jóna Jónatansdóttir sími 4113860/6635899
Lesa meira

Þroskaþjálfi/leikskólasérkennari - Hraunborg

Hraunborg Hraunbergi 10, 111 Reykjavík Þroskaþjálfi, leikskólasérkennari eða starfsmaður með sambærilega menntun óskast til starfa við sérkennslu og stuðning í leikskólanum Hraunborg. Hraunborg er þriggja deilda leikskóli í Hraunbergi 10 í Reykjavík. Í leikskólanum er lögð áhersla á læsi í víðum skilningi, málörvun, stærðfræði, hreyfingu, vettvangsferðir, samskipti og sköpun. Starfað er í anda heiltækrar skólastefnu með fjölbreyttum starfsháttum og viðfangsefnum til að koma til móts við þarfir ólíkra einstaklinga. Einkunnarorð Hraunborgar og leiðarljós í starfi eru: Leikur, læsi og lífsgleði. Starfið er laust nú þegar, eða eftir samkomulagi. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Lesa meira

Laust starf yfirþroskaþjálfa í búsetuþjónustu hjá Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs

Félagsþjónusta Fljótsdalshéraðs óskar eftir að ráða yfirþroskaþjálfa í 100 % starf með vinnutíma frá 08.00-16.00. Starfið er laust frá 1. apríl n.k. eða eftir nánari samkomulagi. Til greina kemur að ráða einstakling með aðra menntun s.s. iðjuþjálfa, félagsráðgjafa, kennara.
Lesa meira