Atvinnuauglýsingar

 

Geitungarnir  óskar eftir þroskaþjálfa í framtíðarstarf

Leitað er að metnaðarfullum og áhugasömum einstaklingi í starf þroskaþjálfa í Geitungunum. Geitungarnir eru nýsköpunar og atvinnuþjálfun fyrir fatlað fólk. Markmið starfsins er að skapa fötluðu fólki aðstæður til að vinna að nýsköpun og nýjum verkefnum. Auka valdeflingu  með nýjum leiðum í virkni og atvinnuþátttöku fatlaðs fólks.

Í boði er:

 • 50-100% starf
 • Spennandi og lærdómsríkt starf
 • Fjölbreytt og skemmtileg verkefni í boði

Helstu verkefni:

 • Vinnur að gerð og framkvæmd þjónustu, einstaklings- eða starfsáætlana þjónustunotenda í samráði við notandann sjálfan í dagþjónustu eða búsetu. 
 • Hann sinnir þverfaglegu samstarfi innan og utan stofnunar vegna eftirfylgni mála og við skipulagningu verkefna.
 • Skipulagning, samhæfing, áætlanagerð, skýrslugerð, upplýsingamiðlun, ráðgjöf og fræðsla í samvinnu og samráði við forstöðumann og aðra fagaðila
 • Persónulegur stuðningur við þjónustunotendur
 • Samskipti og samstarf við tengdar stofnanir og aðstandendur

Hæfniskröfur:

 • Þroskaþjálfamenntun og starfsleyfi sem þroskaþjálfi.
 • Þjónustulund og jákvætt viðmót.
 • Færni og lipurð í mannlegum samskiptum.
 • Sjálfstæði og ábyrgð í starfi, framtakssemi.
 • Geta til að bregðast við breyttum aðstæðum.
 • Leitast við að auka lífsgæði og sjálfstæði fatlaðs fólks og stuðla að valdeflingu þeirra.
 • Skapa öfluga liðsheild sem stuðlar að samræmdum einstaklingsmiðuðum vinnubrögðum
 • Reynsla af skipulagi faglegs starfs á sviði þroskaþjálfunar.
 • Hreint sakavottorð.

Upplýsingar um starfið veitir:

Umsóknarfrestur er til 8.maí. 2018

 • Æskilegt að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.
 • Sótt er um starfið í gegnum heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar og óskað eftir að ferilskrá fylgi.
 • Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
 • Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið.

Fjölskylduþjónustan í Hafnarfirði


 

Verkefnastjóri – Frístundaklúbburinn Kletturinn

Leitað er að metnaðarfullum og áhugasömum einstaklingi í starf Verkefnastjóra í Frístundaklúbbinn Klettinn.  Frístundaklúbburinn Kletturinn býður uppá fjölbreytt tómstundastarf fyrir fötluð börn og unglinga í 5.-10. bekk. Viðkomandi þarf að vera tilbúinn til að gefa af sér, vera góður í mannlegum samskiptum og lausnamiðaður.

Í boði er:

 • 80-100 % starfshlutfall
 • Spennandi og lærdómsríkt starf
 • Fjölbreytt verkefni

Helstu verkefni:

 • Skipulag starfsins.
 • Samskipti við forsjáraðila.
 • Samskipti við hinar ýmsu stofnanir.
 • Vinna með ungu fólki.

Hæfniskröfur:

 • Þroskaþjálfamenntun og starfsleyfi sem þroskaþjálfi eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
 • Hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Þjónustulund og jákvæðni.
 • Sjálfstæði í vinnubrögðum.
 • Viðkomandi verður að hafa hreint sakavottorð.

Upplýsingar um starfið veitir:

Umsóknarfrestur er til 5. maí

 • Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst
 • Sótt er um starfið í gegnum heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar og óskað er eftir að ferilskrá fylgi.
 • Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi Samband íslenskra sveitafélaga við viðkomandi stéttarfélag.
 • Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið.

 

Þroskaþjálfi á leikskólann Álfatún
Við í leikskólanum Álfatúni erum núna að auglýsa eftir þroskaþjálfa til starfa næsta skólaárið en hægt væri þó að skoða það að byrja fyrr ef áhugi er fyrir hendi.
Við erum með dásamlegan og fjölbreyttan hóp barna og vinnum í nánu samstarfi við foreldra og aðra fagaðila. Hér er meðal annars unnið út frá TEACCH aðferðarfræðinni og atferlisþjálfun en megináherslan er alltaf á það að skapa styðjandi umhverfi fyrir öll börn þar sem þau læra í gegnum leik og upplifa margbreytileika samfélagsins.

Það væri frábært væri að fá ykkur með í góðan hóp starfsmanna leikskólans. Ef þið hafið áhuga á fá nánari upplýsingar um störf í Álfatúni þá eruð þið velkomin í heimsókn til okkar í Álfatún 2 í Kópavogi en einnig getið þið haft samband við leikskólastjórann minn hana Lilju Kristjánsdóttur, netfangið er liljak@kopavogur.is, sími 4415501. Hún tekur vel á móti ykkur.

Slóðin á starfslýsingu og umsókn um starf er hér fyrir neðan
https://www.kopavogur.is/is/stjornsysla/um-okkur/laus-storf/almenn-storf#00002893 

 

Garðaskóli auglýsir eftir þroskaþjálfa
Garðaskóli í Garðabæ er unglingaskóli þar sem um 530 nemendur stunda nám í 8.-10. bekk. Nemendum er að fjölga í skólanum og því þurfum við að fá fleiri góða kennara til liðs við okkur. Gildi skólans eru frelsi, ábyrgð, vellíðan og árangur. Í skólanum er lögð áhersla á að starfsfólk sérhæfi sig í vinnu með unglingum og kennslu faggreina. Skólabragur markast af hugmyndafræðinni Uppeldi til ábyrgðar og nánu samstarfi við félagsmiðstöðina Garðalund. Skólinn er í rótgrónu samstarfi við Fjölbrautaskólann í Garðabæ og kennir framhaldsskólaáfanga sem eru metnir til eininga í FG. Innan skólans er áhersla lögð á lýðræðisleg vinnubrögð og taka nemendur, forráðamenn og starfsfólk virkan þátt í að móta starfið og framtíðarsýn. Starfsfólk Garðaskóla hefur í gegnum árin tekið þátt í fjölbreyttum skólaþróunarverkefnum og alþjóðlegu samstarfi. Á næstu misserum ber hæst verkefni um þróun kennsluhátta og uppbyggingu atvinnutengds náms. Nánari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðunni: www.gardaskoli.is.


Starfssvið:

Þroskaþjálfi starfar undir verkstjórn deildarstjóra námsvers og í nánu samstarfi við kennara, stjórnendur og annað starfsfólk. Starf þroskaþjálfa er fjölbreytt og ræðst af þörfum nemenda hverju sinni. Mikil áhersla er lögð á félagsfærniþjálfun nemenda og að nemendur fái nám við sitt hæfi. Þroskaþjálfi vinnur að gerð einstaklingsáætlana auk kennslu og þjálfunar nemenda. Hann starfar með ýmsum teymum að málefnum einstakra nemenda og afmarkaðra verkefna innan skólans.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • BA próf í þroskaþjálfafræðum
 • Starfsleyfi sem þroskaþjálfi
 • Reynsla af starfi í grunnskóla er æskileg
 • Fjölbreytt reynsla af vinnu með unglingum er æskileg
 • Góðir samstarfs- og samskiptahæfileikar
 • Jákvæðni og ábyrgðarkennd
 • Lausnamiðað viðhorf
 • Frumkvæði og skipulagshæfileikar

Um 100% starfshlutfall og framtíðarstarf er að ræða. 

Umsóknarfrestur er til og með 9. apríl 2018. Ráðning er frá 1. ágúst 2018.

Nánari upplýsingar um starfið veita Brynhildur Sigurðardóttir skólastjóri í síma 8208592 og á netfangi brynhildur@gardaskoli.is og Ingibjörg Anna Arnarsdóttir aðstoðarskólastjóri í síma 8922289 og á netfangi ingibjorg@gardaskoli.is.


Leikskólasérkennari eða þroskaþjálfi óskast í leikskólann Kirkjuból

Leikskólinn Kirkjuból er þriggja deilda leikskóli, staðsettur nálægt miðbæ Garðabæjar í fallegu og fjölbreyttu umhverfi. Áherslur leikskólans eru á sköpun og lífsleikni ásamt náttúru og umhverfi. Leikskólinn starfar í anda fjölgreindakenningar Howards Gardner ásamt því að vinna með vináttuverkefni, Lubbi finnur málbein, Numicon og fleira.

Einkunnarorð leikskólans eru: Virðing - Vinátta - Væntumþykja.

Heimasíða leikskólans er: www.kirkjubolid.is

Leikskólar reknir af Garðabæ hafa til úthlutunar sérverkefnasjóð þar sem matnaðarfullir starfsmenn hafa tækifæri til að auka við laun sín.

Rúmlega 40% starfsmanna í Kirkjubóli eru fagmenntaðir og viljum við gjarnan auka fjölda þeirra í starfsmannahópnum.

Við leitum að jákvæðum, stundvísum, ábyrgum og heiðarlegum starfsmanni til að bætast við metnaðarfullan starfsmannahóp leikskólans.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Vinna við stuðning og sérkennslu barna á deild í samstarfi við sérkennslustjóra.
 • Vera hluti að sérkennsluteymi og sitja teymisfundi.
 • Um er að ræða 100% stöðu frá 1. júní eða eftir samkomulagi.

Menntun, hæfni og reynsla:  

 • Leikskólakennaramenntun eða þroskaþjálfamenntun ásamt starfsleyfi til að starfa sem slíkur
 • Reynsla af starfi í leikskóla eða starfi með börnum er æskileg
 • Góð samskiptahæfni
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Góð íslenskukunnátta er skilyrði

Umsóknarfrestur er til og með 30. apríl 2018

Nánari upplýsingar um starfið veita:

Ásta Kristín Valgarðsdóttir, leikskólastjóri og Anna Kristín Sveinsdóttir aðstoðarleikskólastjóri í síma 565-6322 / 617-1565. Einnig hægt að senda tölvupóst á netfangið: kirkjubol@leikskolarnir.is

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um rafrænt á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is. Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá.

 

 


Verkefnastjóri – Frístundaklúbbur og vinnuverkefni með ungu fötluðu fólki

Leitað er að hressum, metnaðarfullum og áhugasömum Verkefnastjóra/ yfirþroskaþjálfa í starf með ungu fötluðu fólki á framhaldsskólaaldri. Um er að ræða starfssemi sem er Frístundaklúbbur á veturna að skóladegi loknum en einnig sumarvinna fyrir ungmennin á sumrin. Frístundaklúbburinn Vinaskjól býður uppá fjölbreytt tómstundastarf fyrir fötluð ungmenni á framhaldsskólaaldri. Viðkomandi þarf að vera tilbúinn til að gefa af sér, vera góður í mannlegum samskiptum, hugmyndaríkur og lausnamiðaður.

Í boði er:

 • 80-100 % starfshlutfall
 • Spennandi og lærdómsríkt starf
 • Fjölbreytt verkefni

 Helstu verkefni:

 • Skipulag starfsins.
 • Samskipti við forsjáraðila.
 • Samskipti við hinar ýmsu stofnanir.
 • Vinna með ungu fólki.

Hæfniskröfur:

 • Þroskaþjálfamenntun og starfsleyfi sem þroskaþjálfi eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
 • Hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Þjónustulund og jákvæðni.
 • Sjálfstæði í vinnubrögðum.
 • Viðkomandi verður að hafa hreint sakavottorð.

Upplýsingar um starfið veitir:

Umsóknarfrestur er til 11. apríl

 • Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
 • Sótt er um starfið í gegnum heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar og óskað er eftir að ferilskrá fylgi.
 • Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi Samband íslenskra sveitafélaga við viðkomandi stéttarfélag.
 • Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið.

Laust er til umsóknar starf sérfræðings á skrifstofu Fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðar.

Um er að ræða 100% starf í stoðþjónustuteymi Fjölskylduþjónustunnar. Starfið felur í sérráðgjöf, stuðning og þjónustu við fatlað fólk og aðstandendur þeirra. Þátttaka í þverfaglegu samstarfi og teymisvinnu. Umsjón með stuðningsfjölskyldum og liðveislu og framkvæmd á mati á umönnunarþörf barna og fleira.

Fjölskylduþjónusta Hafnarfjarðar leggur áherslu á metnaðarfullt og faglegt starf í þágu bæjarbúa.

Hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun á sviði heilbrigðis- eða félagsvísinda, s.s. á sviði þroskaþjálfunar eða félagsráðgjafar.
 • Þekking og reynsla af störfum í félagsþjónustu sveitarfélaga æskileg
 • Þekking og reynsla af starfi með fjölskyldum fatlaðra barna æskileg
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Góð færni í mannlegum samskiptum
 • Reynsla af þverfaglegri teymisvinnu
 • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og enskukunnátta

Fjölskylduþjónustan býður upp á:

 • Fjölskylduvænan vinnustað
 • Fjölbreytt verkefni á sviði velferðarmála
 • Þverfaglega samvinnu með metnaðarfullu starfsfólki
 • Góðan starfsanda

Nánari upplýsingar veitir Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri Fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðar í síma 585 5500. Senda má fyrirspurnir á netfangið rannveig@hafnarfjordur.is

Sótt er um starfið í gegnum ráðningarvef Hafnarfjarðar www.hafnarfjordur.is. Með umsóknum skal fylgja starfs- og menntunarskrá (CV) auk greinargerðar um faglegar áherslur í starfi.

Umsóknarfrestur er til og með 18. febrúar nk.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi launanefndar Sambands sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Samkvæmt jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um starfið.


Þroskaþjálfi óskast til starfa á fjölskyldusvið Garðabæjar

Garðabær óskar eftir að ráða metnaðarfullan einstakling í starf þroskaþjálfa hjá fjölskyldusviði Garðabæjar. Um er að ræða nýtt starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Um er að ræða 100% starfshlutfall.

Helstu verkefni:

 • Ráðgjöf og þjónusta við fatlað fólk og aðstandendur
 • Umsjón með einstaklingsbundnum þjónustuáætlunum
 • Stuðningur og eftirfylgni þjónustuáætlana
 • Þátttaka í þverfaglegu samstarfi og teymisvinnu
 • Umsjón með stuðningsfjölskyldum

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Starfsréttindi sem þroskaþjálfi
 • Þekking og reynsla á sviði ráðgjafar er mikilvæg
 • Þekking og reynsla af starfi með fjölskyldum fatlaðra barna er mikilvæg
 • Önnur reynsla og menntun sem nýtist í starfinu er kostur
 • Góð færni og lipurð í mannlegum samskiptum
 • Jákvæðni og sveigjanleiki
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum

Umsóknarfrestur er til og með 6. febrúar 2018.


 

ÞROSKAÞJÁLFI EÐA STM. MEÐ AÐRA UPPELDISFRÆÐIMENNTUN, FULLT STARF

Á Seltjarnarnesi er lögð áhersla á að reka góða skóla þar sem boðið er upp á metnaðarfullt og framsækið skólastarf, sem byggir á góðu starfsumhverfi. Áhersla er lögð á að mæta þörfum nemenda og ýta undir hæfileika þeirra. Góð samskipti og samstarf starfsfólks, nemenda, foreldra og annarra samstarfsaðila er forsenda þess að vel takist til við að byggja upp gott og mannvænt samfélag. Lögð er áhersla á samvinnu milli skólanna, samfelldan skóladag nemenda og öruggt umhverfi.

Grunnskóli Seltjarnarness
Í Grunnskóla Seltjarnarness eru um 530 nemendur, en hann er rekinn á tveimur starfsstöðvum, í Mýrarhúsaskóla (1.-6. bekkur) og Valhúsaskóla (7.-10. bekkur). Í Skólaskjóli/frístund, lengdri viðveru fyrir nemendur í 1.-4. bekk eru um 160 nemendur. Við skólann starfa um 100 manns og hefur skólinn á að skipa reynslumiklu og hæfu starfsfólki. Skólinn starfar samkvæmt hugmyndafræði Uppeldis til ábyrgðar-uppbyggingu sjálfsaga, agastefnu sem stuðlar að jákvæðum samskiptum, hvetur til sjálfstæðrar hugsunar og þroskar jákvætt gildismat. Einkunnarorð hans eru virðing - ábyrgð - vellíðan og er lögð áhersla á að þau einkenni skólastarfið. Skólinn er í miklu samstarfi viðTónlistarskóla Seltjarnarness, félagsmiðstöðina Selið og íþróttafélagið Gróttu.

Þroskaþjálfi eða starfsmaður með aðra uppeldisfræðimenntun, fullt starf
Menntunar og hæfniskröfur
• Þroskaþjálfamenntun og leyfi til að nota starfsheitið þroskaþjálfi eða önnur uppeldisfræðimenntun.
• Reynsla af starfi í grunnskóla æskileg
Helstu verkefni og ábyrgð
• Skipulagning og framkvæmd sértækra verkefna og sérhæfðrar þjálfunar í skóla og frístundastarfi
• Þjálfun nemenda í samráði við aðra fagaðila
• Ráðgjöf til starfsfólks skólans og foreldra

Í samræmi við jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um starfið. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Kennarasamband Íslands.

Upplýsingar um starfið veitir Ólína Thoroddsen skólastjóri olina@grunnskoli.is í síma 5959200.

Umsókn ásamt fylgiskjölum skal skilað á Ráðningarvef Seltjarnarnesbæjar -undir http://www.seltjarnarnes.is - Störf í boði

Umsóknarfrestur er til 21. janúar 2018.


Á Seltjarnarnesi búa um 4500 manns. Lögð er áhersla á að tryggja íbúum góða alhliða þjónustu.

Félagsþjónusta Seltjarnarnesbæjar óskar eftir að ráða þroskaþjálfa til starfa á Sæbraut sem er íbúðarkjarni fyrir fatlað fólk á aldrinum 25 til 40 ára

Um vaktavinnu er að ræða og er starfshlutfall 100% eða eftir samkomulagi.

 Verkefni og ábyrgð

 • Ber faglega ábyrgð á og hefur umsjón með framkvæmd þjónustu.
 • Veitir hvatningu og stuðning til sjálfshjálpar og félagslegrar virkni.
 • Þátttaka í daglegu starfi heimilisins í samvinnu við íbúa, aðstandendur og starfsfólk.
 • Tekur þátt í þróunarstarfi og uppbyggingu þjónustu.

Hæfniskröfur

 • Starfsleyfi sem þroskaþjálfi  eða háskólamenntun á sviði félags- heilbrigðis- og/eða menntavísinda.
 • Reynsla af því að vinna með fólki með fötlun, hegðunarvanda eða geðrænan vanda er eftirsóknarverð en ekki skilyrði.
 • Samviskusemi, gagnrýnin hugsun og frumkvæði.
 • Umhyggja, þolinmæði og góð samskiptahæfni.
 • Geta til að takast á við krefjandi vinnuumhverfi.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Þroskaþjálfafélags Íslands.

Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá Seltjarnarnesbæ þurfa að veita heimild til að leitað sé upplýsinga af sakaskrá.

Í samræmi við jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um störf.

Nánari upplýsingar um störfin gefur Ásrún Jónsdóttir forstöðumaður í síma 8690775 eða asrun.jonsdottir@seltjarnarnes.is

og Snorri Aðalsteinsson félagsmálastjóri snorri@seltjarnarnes.is

Umsóknarfrestur er til 31. janúar næstkomandi.

Sótt er um störfin á vef Seltjarnarnesbæjar, www.seltjarnarnes.is - Störf í boði. 

Varmárskóli í Mosfellsbæ auglýsir eftir þroskaþjálfa til starfa.
Við í eldri deild Varmárskóla viljum ráða þroskaþjálfa í 100% starf eða starfshlutfall eftir samkomulagi. Starfið felst einkum í vinnu með börnum á einhverfurófi þar sem byggt er á grundavallarkenningum atferlisþjálfunar, með virðingu, jákvæðni, framsækni og umhyggju að leiðarljósi. Áhugasamir hafi samband við Áslaugu deildarstjóra sérkennslu, aslaugth@varmarskoli.is eða Þórhildi skólastjóra, thorhildur@varmarskoli.is.

 


 

Grunnskóli Borgarfjarðar auglýsir eftir þroskaþjálfa til starfa

Grunnskóli Borgarfjarðar er þriggja starfstöðva grunnskóli í Borgarbyggð með 190 nemendur. Starfstöðvar hans eru á Kleppjárnsreykjum, Varmalandi og Hvanneyri.

Þroskaþjálfa vantar til starfa við skólann í 100% starfshlutfall og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitafélaga og Þroskaþjálfafélags Íslands. Umsóknarfrestur er 31. janúar 2018.

Menntunar og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun á sviði þroskaþjálfunar
 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Áhugi og metnað fyrir að starfa með börnum og ungmennum
 • Jákvæðni og lipurð í samskiptum
 • Framtaksemi og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Metnaður í starfi

Helstu verkefni:

 • Gerð einstaklingsáætlana
 • Þátttaka í teymum
 • Leiðsögn og ráðgjöf til samstarfsaðila
 • Samræming faglegs starfs í anda skóla fyrir alla
 • Ráðgjöf og samskipti við foreldra

Mikilvægt að umsækjandi sé tilbúinn að vinna eftir stefnu og gildum skólans. Sjá heimasíðu http://www.gbf.is/

Í samræmi við jafnréttisstefnu Grunnskóla Borgarfjarðar og  Borgarbyggðar eru jafnt karlar sem konur hvött til að sækja um störf hjá sveitarfélaginu.

Umsóknum skal skilað skriflega til skólastjóra með upplýsingum um menntun, réttindi og  starfsreynslu, ásamt ábendingu um meðmælendur.

Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir skólastjóri í síma 847-9262/433-7300 netfang;  ingibjorg.inga@gbf.is

 


 

Óskað eftir þroskaþjálfa til starfa í íbúðakjarna fyrir fatlað fólk
Velferðarsvið Kópavogs óskar eftir þroskaþjálfa til starfa í íbúðarkjarna fyrir fatlaða í Kópavogi. Starfið felst í persónulegum stuðningi og þátttöku í faglegu starfi innan kjarnans .

Starfshlutfall og ráðningartími
Um er að ræða allt að 100% starfshlutfall í vaktavinnu og er starfið laust nú þegar.
Um framtíðarstarf er að ræða.

Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun á sviði þroskaþjálfunar.
• Reynsla og þekking á starfi með fötluðu fólki nauðsynleg.
• Hæfni í mannlegum samskiptum.
• Framtakssemi og jákvæðni í starfi.
• Starfið getur verið líkamlega krefjandi

Helstu verkefni og ábyrgð
• Ábyrgð á faglegu starfi í samvinnu við forstöðumann og deildarstjóra.
• Einstaklingsmiðaður stuðningur við íbúa í þeirra daglega lífi, jafnt innan sem utan heimilis.
• Samvinna við starfsfólk, aðstandendur og aðra þjónustuaðila.

Frekari upplýsingar
Laun eru samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og Þroskaþjálfafélagsins.

Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá velferðarsviði Kópavogs þurfa að skila sakavottorði eða veita heimild til að leitað sé upplýsinga af sakaskrá. Umsækjandi þarf að hafa náð 20 ára aldri.

Umsóknarfrestur er til og með 2. janúar 2018.
Nánari upplýsingar veitir Bryngerður Bryngeirsdóttir forstöðumaður í síma 441-9560 eða í tölvupósti binna@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.
Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

 

Við í Arnarskóla leitum að þroskaþjálfum!

Kröfur:

- Áhugi á atferlisíhlutun

- Áhugi á starfi með börnum

- Sjálfstæði

- Frumkvæði

- Gleði

Í starfinu felst meðal annars:

- að þjálfa upp nýja færni hjá börnum með þroskafrávik

- samstarf við foreldra

- skráning

- teymisvinna

- vinna innan og utan veggja skólans

Arnarskóli er ný skólaþjónusta fyrir fötluð börn á grunnskólaaldri. Við veitum einstaklingsmiðaða þjónustu byggða á hagnýtri atferlisgreiningu í nánu samstarfi við fjölskyldur barnanna. Í starfi okkar leggjum við áherslu á fagleg vinnubrögð, virðingu fyrir nemendum okkar og réttindum þeirra og höfum gleði að leiðarljósi. Að Arnarskóla starfa fagmenn með margvíslegan bakgrunn og menntun sem hafa mikla reynslu af skólamálum og þjónustu við fötluð börn. 

Fyrirspurnir og umsóknir sendist til arnarskoli@arnarskoli.is  

Þroskaþjálfa í Landakotsskóla.
Þroskaþjálfi óskast í Landakotsskóla í 50-100 % starfshlutfall.  Landakotsskóli er sjálfstætt starfandi grunnskóli með nemendur frá fimm ára og upp í tíunda bekk. Einnig er starfrækt Alþjóðadeild við skólann. 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Helga Jóhanna Stefánsdóttir þroskaþjálfi í síma 510-8200. Einnig má senda tölvupóst á netfangið helgaj@landakotsskoli.is


Vinna & virkni

Ás styrktarfélag veitir fólki með fötlun fjölbreytta og metnaðarfulla þjónustu. Vinnustaðir félagsins í Ögurhvarfi 6 og Stjörnugróf 7-9 leita að drífandi og áhugasömum þroskaþjálfum til að takast á við fjölbreytt verkefni í sveigjanlegu og skemmtilegu vinnuumhverfi. 

Þessa dagana eru margir nýliðar að bætast í hóp starfsmanna með fötlun og því þurfum við að fjölga í leiðbeinendahópnum. Fyrir er þéttur og öflugur starfsmannahópur með mikla reynslu og þekkingu.

Áhugasamir hafi samband við:

Sigurbjörgu Sverrisdóttur forstöðumann í Stjörnugróf, s. 414 0540/414 0560
Höllu Jónsdóttur forstöðumann í Ögurhvarfi, s. 414 0500
Valgerði Unnarsdóttur forstöðumann á Lyngási, s. 533 8228

Umsóknir má senda í gegnum heimasíðu félagsins, styrktarfelag.is eða á netföngin essy@styrktarfelag.is eða halla@styrktarfelag.is.

Stöðurnar eru lausar nú þegar eða eftir samkomulagi.

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi. 


Þroskaþjálfi á Sólborg.

Leikskólinn Sólborg leitar að þroskaþjálfa til að bæta í sinn góða starfsmannahóp. Um er að ræða 100% stöðu eða hlutfall samkvæmt samkomulagi.

Starfsmannahópurinn er fjölbreyttur og skemmtilegur.  Í  Sólborg starfa um 35 manns, 70% þeirra eru fagmenntaðir og er starfsaldur innan Sólborgar hár. Í dag starfa 4 þroskaþjálfar í Sólborg.

Leikskólinn Sólborg er 5 deilda leikskóli í Öskjuhlíðinni. Þar dvelja 80 börn í vetur, þar af eru 15 börn með sérþarfir.

Sérstaða skólans felst í sameiginlegu uppeldi og menntun fatlaðra og ófatlaðra barna og stefna og aðferðir taka mið af hugmyndafræði Náms án aðgreiningar. Skólinn leggur áherslu á að viðurkenna og virða margbreytileika hjá börnum og vinna með ólíkar þarfir þeirra.

Stærsti hluti barna með sérþarfir eru heyrnarlaus- og heyrnarskert börn. Markmið okkar er að nota tvö mál, íslensku og íslenskt táknmál. Auk þess fá öll börn í Sólborg tækifæri til að kynnast máli og menningu heyrnarlausra. Til að mynda fá öll börn sitt eigið nafnatákn við upphaf leikskólagöngunnar.

Sólborg er annar af tveimur sérskólum Reykavíkur og er sérhæfður að því leyti að hann sinnir ráðgjöf til annarra leikskóla vegna kennslu og námsumhverfis heyrnarskertra barna og barna með aðrar sérþarfir.

Helstu verkefni og ábyrgð:

* Kennsla og þjálfun barns með sérþarfir í samstarfi við sérkennslustjóra og annað starfsfólk deildar.

* Að eiga samstarf við foreldra, fagaðila og aðra ráðgjafa.

* Að vinna að gerð einstaklingsnámskrár og fylgja henni eftir.

* Að sinna þeim verkefnum er varða sérkennslu , og öðrum störfum innan leikskólans, sem yfirmaður felur honum.

Hæfniskröfur:

* Þroskaþjálfamenntun.

* Reynsla af sérkennslu æskileg.

* Lipurð í samskiptum og sveigjanleiki.

* Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.

* Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi.

* Góð íslenskukunnátta.

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Þroskaþjálfafélags Íslands.

Ef frekari upplýsinga er óskað endilega verið í sambandi við leikskólastjóra, Guðrúnu Jónu Thorarensen gudrun.jona.thorarensen@reykjavik.is eða Særúnu Ósk Böðvarsdóttur, sérkennslustjóra saerun.osk.bodvarsdottir@reykjavik.is eða í síma 5515380.