Atvinnuauglýsingar

Laus stað yfirþroskaþjálfa í Hæfingarstöðinni að Bæjarhrauni.

Um er að ræða 100% starf í dagvinnu. Starfið er fjölbreytt, spennandi, lærdómsríkt og framsækið. Töluvert um erlent samstarf vegna óhefðbundinna tjáskipta. Á Hæfingarstöðinni fer fram þjónusta við fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Lögð er áhersla á skipulagða vinnu í grunn- og skynörvun annarsvegar og hinsvegar þjálfun í notkun óhefðbundinna tjáskipta, ávallt með áherslu á notkun nýjustu tölvutækni.
Lesa meira

Þroskaþjálfi í Fjölgreinadeild Hraunvallaskóla

Hraunvallaskóli óskar eftir að ráða þroskaþjálfa sem vill taka þátt í að byggja upp og þróa úrræði fyrir nemendur í 8. - 10. bekk í Hafnarfirði. Um er að ræða 50-100% starf skólaárið 2020-2021. Ráðið er í starfið frá 1. ágúst 2020. Um er að ræða nemendur sem á grundvelli fjölþætts vanda geta ekki nýtt alfarið þau námstilboð sem bjóðast í þeirra heimaskóla. Starfsstöðin verður í Menntasetrinu við Lækinn og mun verða skipuð fjórum til fimm starfsmönnum
Lesa meira

Leikskólinn Hlíðarberg óskar eftir að ráða þroskaþjálfa.

Um er að ræða fullt starf og ráðið er í stöðuna frá 1. ágúst 2020. Leikskólinn Hlíðarberg er 5 deilda leikskóli í Setbergshverfi. Þar dvelja 108 börn og starfmenn eru um 30. Starfið tekur mið af leikskólastarfi í anda Reggio Emilia þar sem sköpun er stór áhersluþáttur. Leikskólinn fékk grænfána á haustdögum 2014. Einkunnarorð leikskólans eru Hreyfing , sköpun og vellíðan.
Lesa meira

Forstöðumaður Spennandi og fjölbreytt starf við Vinnu og virkni

Ás styrktarfélag óskar eftir forstöðumanni í 100% starf í vinnu og virkni og dagþjónustu í Stjörnugróf 7-9. Um er að ræða starfsstað með vinnu- og virknitilboð fyrir fullorðið fólk með fötlun og dagþjónustu fyrir ung börn. Vinnutími er frá 08.00-16.00 virka daga.
Lesa meira