Þjónandi leiðsögn

Þann 20. nóvember 2015 var ÞÍ með fyrirlestur fyrir fag- og stéttarfélaga Þí. Þar voru kynntar grunnstoðir hugmyndafræðinnar um Þjónandi leiðsögn, uppruna hennar og sögu á Íslandi. Arne Friðrik Karlsson hélt erindið.

Þjónandi leiðsögn byggir á einstaklingsmiðaðri nálgun þar sem samskipti á milli starfsfólks og notenda eru þungamiðjan. Mannleg gildi, vinátta, umhyggja, tengsl og hvatning eru grundvallaratriði í öllum samskiptum. Lögð er áhersla á að nálgast einstaklinginn með alúð, vináttu og umhyggju og hvetja hann til að setja sér markmið og veita aðstoð við að ná þeim.

Erindið var tekið upp og má horfa á það hér í fjórum hlutum.
Fyrsti hluti
Annar hluti
Þriðji hluti
Fjórði hluti