Vísindasjóður ÞÍ

Stjórn Vísindasjóðs 2020 -2021:

Bjarnveig Magnúsdóttir gjaldkeri og formaður, Valborg Helgadóttir meðstjórnandi og Þóranna Halldórsdóttir ritari.

Á aðalfundi vorið 2019 voru kynntar nýjar reglur vísindasjóðs. Vísindasjóður er greiddur út eigii síðar en 1. mars ár hvert. Ekki er þörf á að sækja sérstaklega um. Til að fá styrk greiddann þarf hver félagsmaður að tilkynna bankareikning til félgasins. Árið 2020 verður greiddur styrkur frá 16. maí 2019 til 31. desember 2019. Árið 2021 verður því fyrsta árið sem greitt verður út heilt ár.

Þeir sem eiga rétt á vísindasjóðsstyrk eru þeir félagsmenn sem greitt er fyrir í sjóðinn, en það eru m.a. þeir sem starfa  eftir kjarasamningi Reykjavíkurborgar, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Áss styrktarfélags og Skálatúnsheimilisins.

Úthlutunarreglur vísindasjóðs, kynntar á aðalfundi 2019.