Yfirlit frétta

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember

Deildarstjóri frítímastarfs fatlaðra barna og unglinga í frístundamiðstöðinni Kringlunni

Helsta starfsvið deildarstjóra frístímastarfs fatlaðra barna og unglinga er umsjón með sértæku frístundastarfi á vegum frístundamiðstöðvarinnar fyrir börn og unglinga sem stunda nám við Klettaskóla á aldrinum 6-16 ára. Markmið starfsins er að skipuleggja og móta sértækt frítímastarf fyrir fötluð börn og unglinga þar sem höfð eru að leiðarljósi uppeldis- og forvarnarmarkmið. Tilgangur starfsins er að stuðla að auknum félagsþroska barna með áherslu á aukið sjálfstæði, ábyrgð og virkni þeirra ásamt mikilvægi heilbrigðs lífsstíls. Deildarstjóri er hluti af stjórnendateymi frístundamiðstöðvarinnar og skrifstofu frístundamála og tekur þátt í stefnumótun starfseminnar og mótun starfsmannastefnu.
Lesa meira

Yfirþroskaþjálfi óskast á skammtímavistun

Garðabær óskar eftir að ráða þroskaþjálfa í starf yfirþroskaþjálfa á skammtímavistunina við Móaflöt 24 í Garðabæ Starfshlutfall samkomulag og um er að ræða vaktarvinnu.
Lesa meira

Áunnin réttindi félagsmanna verði virt

Húsfyllir á baráttufundi ellefu aðildarfélaga BHM í morgun Á sameiginlegum baráttufundi ellefu aðildarfélaga BHM í morgun var samþykkt ályktun þar sem fullum stuðningi er lýst við kröfur samninganefnda félaganna í yfirstandandi kjaraviðræðum við ríkið. Viðsemjendur eru hvattir til að virða áunnin réttindi félagsmanna og þess er krafist að í yfirstandandi kjaraviðræðum verði raunveruleg skref tekin til styttingar vinnuvikunnar, án þess að kjör og réttindi verði skert.
Lesa meira