Heimili - meira en hús

Heimili -  meira en hús

Sameiginleg ráðstefna Landssamtakanna Þroskahjálpar, Þroskaþjálfafélags Íslands, Rannsóknarstofu í þroskaþjálfafræðum, Félagsráðgjafafélags Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga  um gæði þess starfs sem unnið er í búsetuþjónustu við fatlað fólk.

Á ráðstefnunni er tekið til skoðunar hvaða gæði það eru sem halda þarf í heiðri á heimilum fatlaðs fólks, einkum þeim heimilum þar sem  veitt er mikil þjónusta.

Staður og stund:  1. mars 2013, Gullteigur B,  Grand hótel Reykjavík

Fundarstjóri:   Gunnar Sandholt félagsmálastjóri 

12.10 Setning     

12.20  Að flytja úr foreldrahúsum:  
Sigrún Broddadóttir þroskaþjálfi, meistaraprófsritgerð

12.45  Að byrja nýtt líf:   
Dagný Kristjánsdóttir diplómanemi HÍ

13.00 „Við gerum bara eins og við getum“ – reynsla starfsfólks í búsetu og hæfingarþjónustu
Guðný Jónsdóttir sjúkraþjálfari og meistaranemi

13.30  Hvert er hlutverk fagfólks í búsetuþjónustu?
Sýn fagfólksins:  Felix Högnason þroskaþjálfi og atferlisfræðingur
Sýn foreldris:  Jarþrúður Þórhallsdóttir móðir

14.00  Umræður

14.20 Kaffi

14.45  Rekstur heimila – litlar einingar eða „hagræði stærðarinnar“
Sýn þroskaþjálfa:  Sigríður Kristjánsdóttir þroskaþjálfi
Sýn rekstraraðila:  Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir  verkefnisstjóri

15.15  Sjálfstætt líf – meira en NPA ?  
Gerður A. Árnadóttir formaður, Landssamtökin Þroskahjálp

15.30 Raddir ungs fólks – væntingar til framtíðarheimilis: 
Þórný Helga Sævarsdóttir, Unnur Aníta Pálsdóttir, Ólafur Snævar Aðalsteinsson diplómanemar við HÍ

15.45 Samantekt og ráðstefnuslit   Lára Björnsdóttir félagsráðgjafi

Skráning þátttöku á heimasíðu Þroskahjálpar    -    ráðstefnugjald 2.500 kr.