Yfirlit frétta

Að bæta skólabrag

Að bæta skólabrag Virk inngrip og úrlausnir í samskiptavanda nemenda í eldri bekkjum grunnskóla Ráðstefna í Salnum Kópavogi. 30.september 2016 kl. 14.00 – 16.40. Ráðstefnustjóri: Ragnheiður Ríkharðsdóttir, alþingiskona. Góður skólabragur kemur í veg fyrir samskiptavandamál og minnkar líkur á áhættuhegðun á samfélagsmiðlum. Á ráðstefnunni kynna ráðgjafar Erindis ráðgjafarþjónustu sína við grunnskóla í einleltismálum og öðrum samskiptavanda. Kynnt verður átaksverkefni í samskiptum og umbótum á skólabrag í unglingadeild Kársnesskóla sem hrint var í framkvæmd á vormisseri 2015 í samstarfi við ráðgjafa Erindis. Verkefnið var tilnefnt til verðlauna í Kópavogsbæ á árinu fyrir framlag til uppeldis og menntunar. Aðalerindi ráðstefnunnar flytja þau Søren Kjær Jensen og dr. Helle Rabøl Hansen. Þau segja frá þeirri þróun sem á sér stað í Danmörku í úrræðum gegn einelti og áhættuhegðun á samskiptamiðlum og átaki í bættri líðan skólabarna.
Lesa meira

Fyrirlestur um túlka- og þýðingarþjónustu

Þroskaþjálfafélag Íslands í samvinnu við Menntavísindasvið HÍ verða með fyrirlestur um túlka- og þýðingarþjónustu. Fyrirlesari er Angelica Cantú Dávila sem er verkefnastjóri túlka-og þýðingardeildar ICI Inter Cultural Iceland, Túlka- og þýðingarþjónustu. Hún hefur verið í samstarfi sem túlkur við Landspítala háskólasjúkrahús til fjölda ára og jafnframt leiðbeint fagfólki í félagsþjónustu við að nýta túlka í samskiptum við þjónustunotendur af erlendum uppruna. Angelica flytur fyrirlestur sinn á íslensku. Fyrirlesturinn verður haldinn mánudaginn 19. september kl. 15.00 til 17.00 að Borgartúni 6, 3 hæð.
Lesa meira

Nýjar siðareglur og siðfræðileg viðmið samþykktar á aðalfundi 25. maí 2016

Umræða um endurskoðun siðareglna Þroskaþjálfafélags Íslands hefur marg oft verið til umræði innan siðanefndar allt frá 2008 og jafnvel fyrr. Ljóst þótti að annað hvort væri einu eða tveimur orðum breytt eða lagt í verulega skoðun reglnanna. Árið 2011 fór siðanefnd að ræða þörfina enn frekar og haust 2012 fór siðanefnd og fagráð félagsins að vinna að undirbúningi starfsdags þar sem þemað var siðareglur og siðferðilega umræða.
Lesa meira

Ráðstefna og námskeið 1. til 2. júní 2016

Ráðstefna og námskeið til að styrkja rannsókn og meðferð mála þegar grunur er um að fatlað barn hafi sætt ofbeldi. Barnaverndarstofa heldur ráðstefnu og námskeið dagana 1. til 2. júní 2016 á Grand Hótel Reykjavík sem fjallar um rannsókn og meðferð mála þegar grunur er um að fatlað barn hafi sætt ofbeldi. Þeir Chris Newlin og Scott Modell sérfræðingar frá Bandaríkjunum koma til landsins til að fjalla um þetta efni
Lesa meira

Aðalfundur Þroskaþjálfafélag Íslands 2016

Aðalfundur þroskaþjálfafélags Íslands verður haldinn miðvikudaginn 25. maí n.k. og hefst klukkan 19.30 í Borgartúni 6, 3 hæð. Dagskrá: •Kosnir starfsmenn fundarins •Formaður leggur fram skýrslu stjórnar •Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins til afgreiðslu og gerir grein fyrir fjárhag þess •Lagabreytingar •Kosning í stjórn, nefndir og ráð •Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga félagsins og eins til vara •Lögð fram fjárhagsáætlun næsta árs og félagsgjöld ákveðin •Önnur mál Kynntar verða nýjar siðareglur Þroskaþjálfafélags Íslands og þær lagðar fyrir aðalfundinn til samþykktar.
Lesa meira

BHM skorar á stjórn LÍN að afturkalla skerðingar á framfærslulánum til námsmanna erlendis

BHM lýsir áhyggjum af nýjum úthlutunarreglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) sem takmarka möguleika námsfólks til að afla sér menntunar utan landsteinanna. Nýju reglurnar, sem mennta- og menningarmálaráðherra hefur staðfest, fela í sér allt að 20% skerðingu á framfærslulánum til námsmanna erlendis á skólaárinu 2016–17. Frekari skerðing er boðuð á næsta skólaári. BHM tekur undir með Sambandi íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) sem hefur bent á að með nýju úthlutunarreglunum hafi fólk sem stundar nám erlendis orðið fyrir forsendubresti. Það hafi tekið ákvörðun um nám erlendis og gert áætlanir um það á grundvelli fyrri reglna en sjái nú fram á að forsendur þeirra séu brostnar. Að mati BHM er framkoma sjóðsins gagnvart þessum hópi óviðunandi. Bandalagið skorar á stjórn LÍN að afturkalla þá skerðingu sem nýju úthlutunarreglurnar fela í sér. Hætta er á að fjöldi námsmanna erlendis hrökklist frá námi vegna hennar. Slíkt yrði til mikils skaða fyrir íslenskt samfélag enda hefur sú fjölbreytta þekking sem námsmenn hafa í áranna rás aflað sér utan landsteinanna skilað því miklum ávinningi.
Lesa meira

Nýjar siðareglur Þroskaþjálfafélags Íslands verða kynntar á aðalfundi félagsins

Aðalfundur félagsins verður þann 25. maí og af því tilefni verða nýjar siðareglur félagsins lagðar fram. Vinnuhópur siðanefndar hóf endurskoðun á siðareglunum haustið 2012 og voru starfssdagarnir í janúar 2013 helgaðir rýni á þær. Síðan þá hafa verið haldnir ótal fundir. Rýnihópar voru virkjaðir veturinn 2014-2015. Vinnuhópur siðanefndar lauk vinnunni í framhaldi af því nú í vor. Nú er staðan sú að Siðfræðistofnun var að skila af sér áliti á siðareglunum og því verður siðanefnd ÞÍ tilbúin að leggja þær fram á aðalfundi félagsins. Þetta er mikið fagnaðarefni.
Lesa meira

Niðurstaða kosningar um breytingar og framlengingu kjarasamnings félagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga er eftirfarandi.

Niðurstaða kosningar um breytingar og framlengingu kjarasamnings félagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga er eftirfarandi. Á kjörskrá voru 330 Alls kusu 223 sem gerir 67,6% kjörsókn Alls sögðu já 191 eða 85,7% Alls sögðu nei 22 eða 9,9% Alls skiluðu auðu 10 eða 4,5% Samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi ÞÍ við SNS skoðast því samþykktur.
Lesa meira

Kosning hafin um nýundirritað samkomulag um breytingar og framlengingu kjarasamnings við Samband íslenskra sveitarfélaga

Kosning er hafin um nýundirritað samkomulag um breytingar og framlengingu kjarasamnings við Samband íslenskra sveitarfélaga. Kosningin er rafræn og sér Maskína ehf. um hana. Hægt er að kjósa til hádegis þriðjudaginn 5. apríl. Félagið tilkynnir niðurstöðu klukkan 16:00 þann sama dag. Ef einhverjar spurningar eru þá hafið samband við félagið.
Lesa meira

Kynning á framlengingu á kjarasamningi við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Þroskaþjálfafélag Ísland verður með kynningarfund þriðjudaginn 29. mars kl. 9.00 í Símey, Þórsstíg 4 á Akureyri og í Reykjavík í Borgartúni 6, 3. hæð kl. 17.00. Kynningin í Borgartúni 6 verður send út yfir netið. Einnig er til skoðunar að halda kynningu á Egilsstöðum og Ísafirði í næstu viku. Þætti okkur vænt um að heyra í ykkur ef þið hefðuð áhuga á slíkri kynningu (með því að senda okkur tölvupóst á throska@throska.is ).
Lesa meira