Til hamingju með dag þroskaþjálfa!

Kæru félagar, í dag 2. október höldum við upp á alþjóðlegan dag þroskaþjálfa og viljum við minna á störf þroskaþjálfa um allan heim. Félagið hefur efnt til málþings um þvingun og valdbeitingu sem haldið verður í dag og hefst klukkan 15:00. Það er enn ekki of seint að skrá sig, hvort sem er til að mæta beint eða horfa á í streymi. Sjá nánar hér

Þroskaþjálfar hafa kunnáttu og þekkingu til að veita fötluðum og öðrum sem hafa skerta færni þann stuðning sem fólk þarfnast. Reynslan sýnir að þroskaþjálfar hafa mikilvægu hlutverki að gegna og þjóna fjölbreyttum hópum í samfélaginu. Allir dagar eru okkar dagar og á hverjum degi eru þroskaþjálfar að aðstoða fólk við að öðlast ný tækifæri.

Á Íslandi starfa þroskaþjálfar í fjölbreyttum geirum samfélagsins, sem dæmi má nefna leikskólum,  grunnskólum, Greiningar og ráðgjafarstöð ríkisins, framhaldsskólum, frístundaheimilum, félagsþjónustu, réttindagæslu, starfsendurhæfingu, dagþjónusta minnissjúkra, atvinnu með stuðninginn hjá Vinnumálastofnun, þjónusta við geðfatlaða, símenntunarstöðvum, Sjónarhól fyrir sérstök börn til betra lífs, HIV samtökin, ráðgjafarfyrirtækjum, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Reykjalund, Landspítalinn, Rjóður hvíldar og endurhæfingardeild fyrir langveik börn, BUGL og svo mætti lengi telja.

Í tilefni dagsins ætlum við að vekja athygli á mikilvægi þroskaþjálfans í samfélaginu og hvetjum þig til að setja á Facebook eða aðra samfélagsmiðla hvað gerir þig að stoltum þroskaþjálfa.

Þú getur t.d. sagt; ég er stoltur þroskaþjálfi vegna þess að .... ég stuðla að mannréttindi séu virt, ýti undir sjálfræði, réttlæti, jöfnuð, valdeflingu, leiðandi/stefnumótandi í þjónustu fatlaðra, stuðla að þróun og nýbreytni og svo framvegis, hvað eina sem gerir okkur stolt í starfi. Um leið og við deilum frétt af heimasíðu félagsins eða Facebook síðu þess sem víðast.  

Frétt á Facebooksíðu https://www.facebook.com/throska , og það er efsta fréttin sem þið getið deilt.

Hægt er að taka þátt í deginum hér með öllum þroskaþjálfum í heiminum https://socialpaedagogen.sl.dk/arkiv/2019/09/socialpaedagogernes-dag-tal-faglighed/

Hér er slóðin til að setja ramman utan um forsíðumynd þína á facebook https://www.facebook.com/profilepicframes/?selected_overlay_id=2647913105273255

Kær kveðja,

Laufey E. Gissurardóttir, formaður ÞÍ