Stytting vinnuvikunnar

Aðildarfélög BHM hafa samið um styttingu vinnuvikunnar fyrir stóran hluta sinna félagsmanna en bandalagið hefur lengi bent á að stytting vinnuvikunnar feli í sér mikla lífskjarabót.

Þroskaþjálfafélag Íslands hefur samið um styttingu vinnuvikunnar við ríkið, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga, Skálatún, Ás styrktarfélag og Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu.

Við hvetjum félagsmenn til að kynna sér innleiðingarferlið varðandi styttingu vinnuvikunnar og taka virkan þátt í ferlinu.

Gagnlegar upplýsingar um styttingu vinnuvikunnar fyrir dagvinnustarfsmenn og vaktavinnustarfsmenn, sem og tímasetningar sem þarf að hafa í huga má finna hér.