Fréttasafn

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember

Seinkun á innleiðingu starfsmats.

Í kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við aðildarfélög BHM frá árinu 2016 var samið um upptöku starfsmatskerfisins SAMSTARF. Aðgerðaráætlun sem fylgir kjarasamningunum gerir ráð fyrir innleiðingu starfsmatsins í þremur skrefum, en innleiðingarferlinu skal lokið fyrir 1. júní 2018. Reyndin hefur orðið sú að mat á störfum samkvæmt starfsmati, hefur tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir í kjarasamningum. Það liggur því fyrir að innleiðingarferli starfsmats fyrir háskólamenntaða starfsmenn sveitarfélaga verður ekki lokið fyrir 1. júní 2018.
Lesa meira

Nýr kjarasamningur milli ÞÍ og ríkisins undirritaður í dag.

Samningar við sautján aðildarfélög BHM við ríkið hafa verið lausir frá því síðast liðið haust. Klukkan 16 í dag undirritaði samninganefnd ÞÍ nýjan samning með fyrirvara um samþykki félagsmanna en á næstunni verða efnisatriði hans kynnt innan ÞÍ og því næst borinn undir atkvæði.
Lesa meira

Nýjungar í starfi með fólki - Áhrifaþættir í faglegu starfi þann 26. janúar 2018

Umfjöllunarefni málþingsins eru Nýjungar í starfi með fólki - Áhrifaþættir í faglegu starfi. Staðsetning: Hotel Natura, Nauthólsvegi 52, 101 Reykjavík. Tími: 26. janúar kl. 8:30 - 16:30. Kostnaður: kr. 9.500
Lesa meira

Kynning á greiningu sóknarfæra í menntun þroskaþjálfa og tillögur um skipulag og inntak þroskaþjálfanámsins við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Þriðjudaginn 10. október, mun Andrea G. Dofradóttir og Rannveig Traustadóttir niðurstöður starfshóps í greiningu á sóknarfærum í menntun þroskaþjálfa og tillögur um skipulag og inntak þroskaþjálfanámsins við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Jóhanna Einarsdóttir, sviðsforseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, skipaði starfshópinn.
Lesa meira

Sumarleyfi á skrifstofu ÞÍ

Skrifstofa félagsins er lokuð vegna sumarleyfa til og með 4. ágúst 2017.
Lesa meira

Af aðalfundi ÞÍ

Á aðalfundi ÞÍ sem haldinn var 24. maí s.l. var kjörið í 17 trúnaðarstöður, auk þess sem kosið var um lagabreytingu og félagsgjöldum breytt.
Lesa meira

Kynningarfundur um breytingar á A- deild LSR

Fjallað verður um væntanlegar breytingar á A-deild LSR sem taka gildi 1. júní nk. og hver áhrif breytinganna verða á núverandi sjóðfélaga í A-deild LSR og þá sjóðfélaga sem koma nýir inn í sjóðinn eftir 01.06.2017.
Lesa meira

Staða nemenda með fötlun á sérnámsbrautum verði tryggð ef til sameiningar kemur

Þroskaþjálfafélag Íslands (ÞÍ) lýsir yfir þungum áhyggjum vegna áforma um sameiningu tveggja stærstu framhaldsskóla landsins, Tækniskólans og Fjölbrautaskólans við Ármúla (FÁ). Verði þessi áform að veruleika telur félagið að tryggja verði að allir þroskaþjálfar og aðrir starfsmenn FÁ haldi störfum sínum og kjörum. Einnig að staða nemenda með fötlun, sem stunda nám á sérnámsbrautum við þessa skóla, verði tryggð. Mikilvægt er að þessir nemendur geti áfram sótt nám sitt og fái þá þjónustu sem þeir þurfa á að halda.
Lesa meira

Aðalfundur Þroskaþjálfafélags Íslands 2017

Aðalfundur þroskaþjálfafélags Íslands verður haldinn miðvikudaginn 24. maí n.k. og hefst klukkan 17.00 í Borgartúni 6, 3 hæð. Dagskrá: •Kosnir starfsmenn fundarins •Formaður leggur fram skýrslu stjórnar •Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins til afgreiðslu og gerir grein fyrir fjárhag þess •Lagabreytingar •Kosning í stjórn, nefndir og ráð •Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga félagsins og eins til vara •Lögð fram fjárhagsáætlun næsta árs og félagsgjöld ákveðin •Önnur mál
Lesa meira

Mikill hlátur og smá grátur

Þroskaþjálfafélag Íslands stendur fyrir fyrirlestur 3. maí kl. 15.00 í Borgartúni 6, 3 hæð. Arndís Halla Jóhannesdóttir þroskaþjálfi verður með erindi þar sem hún er að vekja fólk til umhugsunar um að öll höfum við val um hvernig við bregðumst við því sem við þurfum að takast á við í lífinu.
Lesa meira