Fréttasafn

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember

Stutt samantekt um gerðardóm

Gerðardómur birti úrskurð sinn um kaup og kjör félagsmanna aðildarfélaga BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga kl.14 í dag. Með úrskurðinum eru stigin fyrstu skref í þá átt að meta menntun til launa. Hér er stutt samantekt: Gildistími úrskurðarins hjá BHM-félögum er frá 1. mars 2015 til 31. ágúst 2017, tvö og hálft ár. BHM-félögin sóttu það stíft að vera ekki bundin til langs tíma af lögþvingaðari niðurstöðu og ber að fagna að á það hafi verið hlustað. Gildistími úrskurðar Fíh er hins vegar 4 ár og í honum eru endurskoðunarákvæði líkt og í samningum sem gerðir hafa verið undanfarið. Það eru engin uppsagnarákvæði í úrskurði BHM.
Lesa meira

Staðan í kjarasamninsgviðræðum BHM við ríkið

Þrettán klukkustunda löngum samningafundi lauk í kvöld með því að ríkissáttasemjari sleit fundi eftir að samninganefnd ríkisins hafnaði tillögu BHM til lausnar deilunni. Enn og aftur fékk samninganefnd BHM það staðfest að um sýndarviðræður hafi verið að ræða. Fjármála- og efnahagsráðherra hefur gert forsendur í kjarasamningum almenna vinnumarkaðarins að sínum, gefið frá sér samningsumboðið og samningsréttur félagsmanna BHM að engu hafður. Frá upphafi viðræðna hefur samninganefnd BHM gert sanngjarnar og skýrar kröfur um að menntun sé metin til launa og fjármagn verði aukið til stofnanasamninga. Kröfurnar byggjast á sameiginlegum hagsmunum ríkisins og starfsmanna þess. BHM hefur ítrekað lagt fram ýmsar leiðir til lausnar og teygt sig í átt að áherslum samninganefndar ríkisins.
Lesa meira

Svar óskast!

Í fjölmiðlum á föstudag fullyrti fjármála- og efnahagsráðherra að samninganefnd ríkisins hefði fullt umboð til samninga við BHM. Í gær steig forsætisráðherra fram og sagði að ekki verði samið við BHM fyrr en samið hafi verið á almennum vinnumarkaði.
Lesa meira

BHM dregur samningsvilja ríkisins í efa.

BHM lýsir furðu vegna ummæla forsætisráðherra í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar lýsti hann því yfir að ekki yrði samið við ríkisstarfsmenn fyrr en að loknum samningum á almennum vinnumarkaði. Með framgöngu sinni dregur ráðherrann samningsrétt ríkisstarfsmanna í efa. Kjaraviðræður BHM við ríkið eru á mjög viðkvæmu stigi. Boðað hafði verið til samningafundar hjá ríkissáttasemjara á morgun. Í ljósi ummælanna dregur BHM samningsvilja ríkisins í efa. Samninganefnd BHM hefur verið boðuð til fundar í hádeginu á morgun til að ræða stöðuna í framhaldi af ummælum forsætisráðherra.
Lesa meira

50 ára saga þroskaþjálfa gefin út á bók

Laust fyrir 1960 settust nokkrar stúlkur á skólabekk á Kópavogshæli til að búa sig undir "gæslu og umönnun vangefinna" eins og það hét í þá daga. Þar hófst saga þroskaþjálfa sem síðan hafa starfað í þágu fatlaðs fólks á Íslandi, einkum fólks með þroskahömlun, og eiga sér fjölbreyttari starfsvettvang en flestar aðrar stéttir. Saga stéttarinnar er nú komin út á bók sem er nú fánleg í helstu bókuabúðum og fyrir félagsmenn á skrifstofu félagsins. Bók sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Grein um þroskaþjálfa og störf þeirra í gegnum tíðina birtist í Fréttablaðinu, þann 16. maí síðast liðinn.
Lesa meira

Stuðningyfirlýsing

Þroskaþjálfafélag Íslands fékk stuðningsyfirlýsingu frá félögum sínum á Norðurlöndunum. (NFFS nordisk forum for socialpedagoger) Uddannelse er en investering – og det er aflønningen af de...
Lesa meira

Ályktun stjórnar BHM um stöðu kjaraviðræðna við ríkið

Stjórn BHM lýsir yfir miklum vonbrigðum með stöðu kjaraviðræðna bandalagsins við ríkið. Verkföll félagsmanna hafa nú staðið yfir í rúmar þrjár vikur án þess að nokkur tillaga hafi komið frá ríkinu sem gæti skapað umræðugrundvöll um kjarasamninga sem sýna að...
Lesa meira

Minnum á aðalfund ÞÍ 28. apríl kl 17

Minnum á aðalfund þroskaþjálfafélags Íslands sem haldinn verður þriðjudaginn 28. apríl  n.k. og hefst klukkan 17.00 í Borgartúni 6, 3 hæð.Dagskrá:&bull...
Lesa meira