Starfsdagar 26. og 27. janúar 2017

Að þessu sinni verður viðfangsefni starfsdaga ÞÍ samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Markmið þessa daga er að þroskaþjálfar geri sér grein fyrir hvaða áhrif fullgilding samningsins mun hafa á starf stéttarinnar í komandi framtíð og hver og einn tengi það við sinn starfsvettvang. Mikilvægt er að stéttin geri sér grein fyrir þeim áskorunum og hindrunum sem framundan eru.

Staðsetning: Hótel Borgarnes, Egilsgötu 16, 310 Borgarnes, sjá nánar HÉR.
Þáttökugjald: Kr. 10.000. 
Hótelgisting: Gisting í 2ja manna herbergi, kr. 4.900 á mann. Hver og einn (eða einn fyrir hönd þeirra sem gista saman) gengur frá gistingu í gegnum tölvupóst info@hotelborgarnes.is

Skráning: HÉR.

Dagskrá með fyrirvara um breytingar:

Starfsdagar 2017 - Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Hvar liggja tækifærin?

Fimmtudagur 26.janúar

09:00-10:00 Skráning
10:00-10:15 Setning starfsdaga – Laufey Elísabet Gissurardóttir, formaður.
10:15-11:15 Rannveig Traustadóttir , prófessor. Samningur SÞ um réttindi fatlaðs fólks.
11:20-12:10 Stefán Eiríksson,sviðstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Hvernig er Reykjavíkurborg að bregðast við sáttmálanum?
12:15-12:45 „Tölum um þroskahömlun“ Óli Snævar Aðalsteinsson, Aileen Svensdóttir,  Ína Valsdóttir, Rannveig Traustadóttir, Tómas Ingi Adolfsson og Halldóra Jóhannesdóttir Sanko. Friðrik Sigurðsson, þroskaþjálfi stýrir umræðum.

12:45-13:45 Hádegismatur

13:45-14:25 Rún Knútsdóttir, lögfræðingur í Velferðarráðuneytinu. Fullgilding samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
14:30-14:50 Friðrik Sigurðsson, þroskaþjálfi. Samspil laga um þjónustu við fatlað fólk og Samnings S.Þ um réttindi fatlaðs fólks.
14:50-15:10 Kaffi
15:10-15:40 Guðrún Stefánsdóttir, dósent við HÍ. Birting sáttmálans í starfi þroskaþjálfans.
15:40-16:00 Hópefli – jákvæð sálfræði – skipt upp í vinnuhópa. Einar Þór Jónsson

17:30-19:30 Happy hour 
20:00 Hátíðarkvöldverður með dinnar tónlist

Borgfirska hljómsveitin Festival heldur uppi fjöri


Föstudagur 27. janúar
08:30-10:00 Morgunmatur
10:00-10:15 Hópefli
10:15-11:30 Hópavinna 
11:30-12:00 Kynning á hópavinnu

12:00-13:00 Hádegismatur

13:00-14:30 Áframhaldandi hópavinna
14:30-15:00 Kaffi
15:00-16:00 Umræður og niðurstöður hópavinnu og slit starfsdaga