Mannréttindasáttmáli Sameinuðu þjóðanna 10 ára 13. desember 2016

Þann 13. desember 2006 samþykkti Allsherjarþing Sameinuðuþjóðanna sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Aldrei í sögu Sameinuðu þjóðanna hafa jafnmörg ríki undirritað mannréttindasáttmála við opnun undirritunar en hún var 30. mars 2007 og skrifðu þá alls 120 ríki og Evrópusambandið undir sáttmálann. Hann tók gildi 3. maí 2008 þegar 20 ríki höfðu fullgilt hann. Ísland var eitt síðasta Evrópuríkið til að fullgilda hann en það varð að raunveruleika þann 20. september 2016.

Samkvæmt heimasíðu Sameinuðu þjóðanna þann 13. júlí 2016, höfðu 167 ríki fullgilt sáttmálann (168 með Íslandi þann 20.09.2016), 20 ríki til viðbótar hafa undirritað hann og 11 riki hafa ekki gert neitt.

Þar sem Ísland hefur fullgilt sáttmálann felur það í sér skuldbindingu til að innleiða ákvæði hans. Fatlað fólk, stjórnmálamenn, stjórnendur, fagfólk, fræðafólk og aðrir þurfa að hafa þekkingu á innihaldi hans og þeim kröfum sem hann gerir til að sáttmáinn hafi áhrif hér á landi. Ef sú þekking er ekki fyrir hendi og viljinn til að vinna að þeim breytingum sem sáttmálinn gerir kröfu um hefur sáttmálinn ekki tilætluð áhrif.

Hér að neðan er slóð á myndband sem eftirlitsnefnd Sameinuðu þjóðanna gerði í tilefni 10 ára afmælis sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.