Að bæta skólabrag

Að bæta skólabrag
Virk inngrip og úrlausnir í samskiptavanda nemenda í eldri bekkjum grunnskóla
Ráðstefna í Salnum Kópavogi.
30.september 2016 kl. 14.00 – 16.40. 
Ráðstefnustjóri:  Ragnheiður Ríkharðsdóttir, alþingiskona.


Góður skólabragur kemur í veg fyrir samskiptavandamál og minnkar líkur á áhættuhegðun á samfélagsmiðlum. Á ráðstefnunni kynna ráðgjafar Erindis ráðgjafarþjónustu sína við grunnskóla í einleltismálum og öðrum samskiptavanda. Kynnt verður átaksverkefni í samskiptum og umbótum á skólabrag í unglingadeild Kársnesskóla sem hrint var í framkvæmd á vormisseri 2015 í samstarfi við ráðgjafa Erindis. Verkefnið var tilnefnt til verðlauna í Kópavogsbæ á árinu fyrir framlag til uppeldis og menntunar. Aðalerindi ráðstefnunnar flytja þau Søren Kjær Jensen og dr. Helle Rabøl Hansen. Þau segja frá þeirri þróun sem á  sér stað í Danmörku í úrræðum gegn einelti og áhættuhegðun á samskiptamiðlum og  átaki í bættri líðan skólabarna. Søren Kjær Jensen er upphafsmaður ogframkvæmdarstjóri miðstöðvarinnar Center for Rumelighed og Helle Rabøl Hansen hefur skrifað fjölda bóka um einelti og samskiptavanda barna og unglinga.

 

14.-14.30 Húsið opnar.
14.30      Setning. Margrét María Sigurðardóttir, umbosmaður barna.
14. 40     Þróun ráðgjafarþjónustu Erindis. Kynnt er ráðgjafarþjónusta Erindis við grunnskóla í eineltismálum og öðrum samskiptavanda.  Kristín Lilliendahl og Svandís Sturludóttir.
14. 50  Fellum múra. Átaksverkefni gegn einelti í unglingadeild. Þuríður Óttarsdóttir aðstoðarskólastjóri Kársnesskóla.
15.10  Bullying, Wellbeing and Professional Development in the Age of Social Media. Søren Kjær Jensen og dr.Helle Rabøl Hansen.
16.40  Samantekt og ráðstefnulok. Ragnheiður Ríkharðsdóttir. Léttar veitingar frammi í andyri Salarins að lokinni ráðstefnu.
      

 Ráðstefnan er ókeypis og allir velkomnir.