Fréttasafn

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna 8. mars - Örugg í vinnunni

Kynbundin og kynferðisleg áreitni og ofbeldi á vinnustöðum BHM, Alþýðusamband Íslands, BSRB, Kennarasamband Íslands, Jafnréttisstofa og Jafnréttisráð efna til hádegisverðarfundar þriðjudaginn 8. mars 2016 þar sem fjallað verður um kynbundna og kynferðislega áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.
Lesa meira

Að loknu málþingi

Kæri málþingsgestur Takk fyrir samveruna síðast liðinn föstudag. Þingið var afar vel sótt eða rúmlega 300 manns. Miklar og gagnlegar umræður sköpuðust í hverju pallborði og því ljóst að umræðan var þörf. Í fyrsta lagi eru hér um að ræða vinnuverndarsjónarmið, hver er ábyrgð vinnuveitenda, ábyrgð fagmannsins og skaðabótakrafa samkvæmt kjarasamningi? Bæta þarf réttarstöðu stéttarinnar án þess að það fari gegn hugmyndafræði, gildismati og viðhorfi hennar.
Lesa meira

Undirritaður kjarasamningur við Ás styrktarfélag

Undirritaður var nýr kjarasamningur við Ás styrktarfélag í dag. Tilkynning hefur verið send til félagsmanna ÞÍ starfandi hjá Ási styrktarfélagi. Kynning verður í Lækjarási miðvikudaginn 20. janúar klukkan 15:30 og kosning strax í kjölfarið. Einnig verður hægt að kjósa á skrifstofu félagsins í Borgartúni 6, fimmtudaginn 21. janúar frá kukkan 9 - 16 og föstudaginn 22. janúar frá klukkan 9 - 12.
Lesa meira

Málþingið

Málþing Þroskaþjálfafélags Íslands 2016 verður föstudaginn 29. janúar næstkomandi frá klukkan 8:30 - 16:30. Málþingið verður haldið á Grand Hótel og er ætlað að taka á þeim þáttum í störfum er snúa að ofbeldi sem starfsfólk getur orðið fyrir. Þátttökugjald er krónur 12.000 en ÞÍ niðurgreiðir málþingið fyrir félagsmenn ÞÍ (fagaðila og fyrrum félagsmenn sem hafa hætt sökum aldurs) og þroskaþjálfanema og er því þátttökugjald þeirra krónur 7000. Allar veitingar eru innifaldar í þátttökugjaldi.
Lesa meira

Málþing í lok janúar - "Ofbeldi í starfi"

Málþing Þroskaþjálfafélags Íslands 2016 verður föstudaginn 29. janúar næstkomandi frá klukkan 8:30 - 17:00. Málþingið sem ber heitið „Ofbeldi í starfi“, verður haldið á Grand Hótel og er ætlað að taka á þeim þáttum í störfum okkar er snúa að ofbeldi sem starfsmenn geta orðið fyrir. Fyrirlesarar verða meðal annarra: Þroskaþjálfarnir Arne Friðrik Karlsson, Kolbrún Ósk Albertsdóttir og Soffía Lárusdóttir. Guðmundur Sævar Sævarsson, réttarhjúkrunarfræðingur, sálfræðingurinn Jóhann Thoroddsen og lögfræðingur BHM Erna Guðmundsdóttir.
Lesa meira

Jólakveðja

Þroskaþjálfafélag Íslands óskar félögum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Lesa meira

Niðurstöður atkvæðagreiðslu um breytingar og framlengingu kjarasamnings við Reykjavíkurborg.

Atkvæðagreiðslu um breytingar og framlengingu kjarasamnings ÞÍ við Reykjavíkurborg, sem undirritaður var þann 10. desember 2015 lauk nú á hádegi. Niðurstöður eru eftirfarandi: Þátttaka félagsmanna ÞÍ var 72%. Alls sögðu já 81,2%. Alls sögðu nei 13,6%. Auðu skiluðu5,2%. Því skoðast breytingar og framlenging kjarasamnings ÞÍ við Reykjavíkurborg samþykktur.
Lesa meira

Kynning á framlengingu á kjarasamningi við Reykjavíkurborg.

Skrifað var undir framlenginu á kjarasamning við Reykjavíkurborg 10. desember 2015, Upplýsingar hafa verið sendar félagsmönnum starfandi hjá Reykjavíkurborg. Samningurinn verður kynntur þriðjudaginn 15. desember klukkan 14:00 í húsnæði félagsins að Borgartúni 6, 3.hæð.
Lesa meira

Vistun barna á Kópavogshæli

Vistheimilanefnd óskar vinsamlegast eftir því að þeir sem vistaðir voru sem börn á Kópavogshæli, eða aðstandendur þeirra, og hafa áhuga á því að veita nefndinni viðtal og upplýsa hana um vistunina, hafi samband við nefndina fyrir 1. febrúar 2016 í síma 545 8461 eða á netfangið vistheimilanefnd@for.is Jafnframt óskar vistheimilanefnd vinsamlegast eftir því að þeir sem störfuðu á Kópavogshæli á umræddu tímabili, og búa yfir upplýsingum sem varpað geta ljósi á þau atriði sem nefndinni ber að kanna, hafi samband með sama hætti. Samkvæmt erindisbréfi forsætisráðherra frá 4. júlí 2012, á grundvelli laga nr. 26/2007, um skipan nefndar til að kanna starfsemi vist- og meðferðar¬heimila fyrir börn (vistheimilanefnd), ber nefndinni að kanna hver hafi verið tildrög þess að börn voru vistuð á Kópavogshæli, hvernig opinberu eftirliti hafi verið háttað með starfsemi stofnunarinnar og hvort börn sem þar voru vistuð hafi sætt illri meðferð eða ofbeldi á meðan á dvöl þeirra stóð. Könnun vistheimilanefndar tekur til einstaklinga sem vistaðir voru á Kópavogshæli fyrir 18 ára aldur á árunum 1952-1993.
Lesa meira

Lokasamkomulag um fjárhagsramma þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk

Ríki og sveitarfélög undirrituðu í dag lokasamkomulag um fjárhagsramma þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk. Nánari upplýsingar um samkomulagið er hægt að nálgast á vef velferðarráðuneytisins. ps://www.velferdarraduneyti.is/frettir-vel/nr/35396 Lesa meira
Lesa meira