Fréttasafn

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember

Aðalfundur Þroskaþjálfafélag Íslands 2016

Aðalfundur þroskaþjálfafélags Íslands verður haldinn miðvikudaginn 25. maí n.k. og hefst klukkan 19.30 í Borgartúni 6, 3 hæð. Dagskrá: •Kosnir starfsmenn fundarins •Formaður leggur fram skýrslu stjórnar •Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins til afgreiðslu og gerir grein fyrir fjárhag þess •Lagabreytingar •Kosning í stjórn, nefndir og ráð •Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga félagsins og eins til vara •Lögð fram fjárhagsáætlun næsta árs og félagsgjöld ákveðin •Önnur mál Kynntar verða nýjar siðareglur Þroskaþjálfafélags Íslands og þær lagðar fyrir aðalfundinn til samþykktar.
Lesa meira

BHM skorar á stjórn LÍN að afturkalla skerðingar á framfærslulánum til námsmanna erlendis

BHM lýsir áhyggjum af nýjum úthlutunarreglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) sem takmarka möguleika námsfólks til að afla sér menntunar utan landsteinanna. Nýju reglurnar, sem mennta- og menningarmálaráðherra hefur staðfest, fela í sér allt að 20% skerðingu á framfærslulánum til námsmanna erlendis á skólaárinu 2016–17. Frekari skerðing er boðuð á næsta skólaári. BHM tekur undir með Sambandi íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) sem hefur bent á að með nýju úthlutunarreglunum hafi fólk sem stundar nám erlendis orðið fyrir forsendubresti. Það hafi tekið ákvörðun um nám erlendis og gert áætlanir um það á grundvelli fyrri reglna en sjái nú fram á að forsendur þeirra séu brostnar. Að mati BHM er framkoma sjóðsins gagnvart þessum hópi óviðunandi. Bandalagið skorar á stjórn LÍN að afturkalla þá skerðingu sem nýju úthlutunarreglurnar fela í sér. Hætta er á að fjöldi námsmanna erlendis hrökklist frá námi vegna hennar. Slíkt yrði til mikils skaða fyrir íslenskt samfélag enda hefur sú fjölbreytta þekking sem námsmenn hafa í áranna rás aflað sér utan landsteinanna skilað því miklum ávinningi.
Lesa meira

Kosning hafin um nýundirritað samkomulag um breytingar og framlengingu kjarasamnings við Samband íslenskra sveitarfélaga

Kosning er hafin um nýundirritað samkomulag um breytingar og framlengingu kjarasamnings við Samband íslenskra sveitarfélaga. Kosningin er rafræn og sér Maskína ehf. um hana. Hægt er að kjósa til hádegis þriðjudaginn 5. apríl. Félagið tilkynnir niðurstöðu klukkan 16:00 þann sama dag. Ef einhverjar spurningar eru þá hafið samband við félagið.
Lesa meira

Kynning á framlengingu á kjarasamningi við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Þroskaþjálfafélag Ísland verður með kynningarfund þriðjudaginn 29. mars kl. 9.00 í Símey, Þórsstíg 4 á Akureyri og í Reykjavík í Borgartúni 6, 3. hæð kl. 17.00. Kynningin í Borgartúni 6 verður send út yfir netið. Einnig er til skoðunar að halda kynningu á Egilsstöðum og Ísafirði í næstu viku. Þætti okkur vænt um að heyra í ykkur ef þið hefðuð áhuga á slíkri kynningu (með því að senda okkur tölvupóst á throska@throska.is ).
Lesa meira

Undirritun samkomulags um breytingu og framlengingu á kjarasamningi við Samband íslenskra sveitafélaga

Nú undir morgun undirrituðu samninganefndir aðildarfélaga BHM (ÞÍ, SBU, SÍ, IÍ, SL, DL, FÍF, FÍN, FÍ og FRG) og Sambands íslenskra sveitarfélaga samkomulag um breytingu og framlenginu á kjarasamningum aðila. Nýr samningur verður kynntur félagsmönnum á næstu dögum.
Lesa meira

Bæklingur um kynbundna og kynferðislega áreitni og ofbeldi á vinnustöðum

Allir eiga rétt á því að starfsumhverfi þeirra einkennist af gagnkvæmri virðingu í samskiptum. Í því felst að starfsmenn eiga rétt á því að njóta skilyrðislausrar verndar gegn kynbundinni og kynferðislegri áreitni og öðru ofbeldi á vinnustað. Nú er kominn út bæklingur þar sem farið er yfir ýmis atriði tengt kynbundinni og kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Að bæklingnum standa ASÍ, BHM, BSRB, KÍ, Jafnréttisráð og Jafnréttisstofa. Hann kemur út í dag, 8. mars, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna.
Lesa meira

Opinn stefnumótunarfundur Landssamtakanna Þroskahjálpar laugardaginn 12. mars kl. 13 - 17

Hvar stöndum við? - Hvert stefnum við? Á þessu ári eru liðin fjörutíu frá stofnun Landssamtakanna Þroskahjálpar. En þó að samtökin séu síung og kröftug og allt sé fertugum fært er hollt og nauðsynlegt að staldra annað slagið við og spyrja sig nokkurrra mikilvægra spurninga. Fertugsafmæli er mjög gott tilefni til þess. Hvar stöndum við? Hvað gerum við vel? Hvað þurfum við að gera betur? Hvert stefnum við?
Lesa meira

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna 8. mars - Örugg í vinnunni

Kynbundin og kynferðisleg áreitni og ofbeldi á vinnustöðum BHM, Alþýðusamband Íslands, BSRB, Kennarasamband Íslands, Jafnréttisstofa og Jafnréttisráð efna til hádegisverðarfundar þriðjudaginn 8. mars 2016 þar sem fjallað verður um kynbundna og kynferðislega áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.
Lesa meira

Að loknu málþingi

Kæri málþingsgestur Takk fyrir samveruna síðast liðinn föstudag. Þingið var afar vel sótt eða rúmlega 300 manns. Miklar og gagnlegar umræður sköpuðust í hverju pallborði og því ljóst að umræðan var þörf. Í fyrsta lagi eru hér um að ræða vinnuverndarsjónarmið, hver er ábyrgð vinnuveitenda, ábyrgð fagmannsins og skaðabótakrafa samkvæmt kjarasamningi? Bæta þarf réttarstöðu stéttarinnar án þess að það fari gegn hugmyndafræði, gildismati og viðhorfi hennar.
Lesa meira

Undirritaður kjarasamningur við Ás styrktarfélag

Undirritaður var nýr kjarasamningur við Ás styrktarfélag í dag. Tilkynning hefur verið send til félagsmanna ÞÍ starfandi hjá Ási styrktarfélagi. Kynning verður í Lækjarási miðvikudaginn 20. janúar klukkan 15:30 og kosning strax í kjölfarið. Einnig verður hægt að kjósa á skrifstofu félagsins í Borgartúni 6, fimmtudaginn 21. janúar frá kukkan 9 - 16 og föstudaginn 22. janúar frá klukkan 9 - 12.
Lesa meira