Nauðung meðal barna í sérúrræðum á Íslandi

Fagráð Þroskaþjálfafélags Íslands efnir til morgunverðarfundar í Borgartúni 6 (3. hæð) fimmtudaginn 31. október næstkomandi. Margrét R. Halldórsdóttir, þroskaþjálfi, segir frá rannsókn sinni sem hún gerði sem lokaverkefni í M.Ed. í sérkennslufræðum frá Háskóla Íslands.

Boðið verður upp á kaffi og rúnstykki frá k. 08:00 en fyrirlestur hefst stundvíslega 08:30


Fundurinn er opinn félagsmönnum ÞÍ og er aðgangur ókeypis. Skráning er hins vegar nauðsynleg og þá í síðasta lagi miðvikudaginn 30. október.
Send verður frá fundinum með fjarfundarbúnaði og upplýsingar þar af lútandi gefnar upp þegar nær dregur.

Kynferðisofbeldi gegn fötluðu fólki

Að málþinginu stóðu: Stígamót, Rannsóknasetur í fötlunarfræðum, Landssamtökin Þroskahjálp, NPA miðstöðin, Öryrkjabandalag Íslands, Kvennaathvarfið, Reykjavíkurborg, Jafnréttisstofa, Velferðarráðuneytið, Þroskaþjálfafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands og Ás styrktarfélag. Þessir aðilar sendu frá sér yfirlýsingu í kjölfar málþingsins. Hana er hægt að nálgast hér

Dagskrá:

Hægt er að nálgast dagskrána á prentvænu formi hér

13:00 Setning málþings 
    Steinunn Þóra Árnadóttir, fundarstjóri 

13:10 Ávarp - Sjá hér
    Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra 

13:25 Bætt þjónusta Stígamóta við fatlað fólk - glærur
    Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta 

13:45 Ofbeldi gegn fötluðum konum, nýjar íslenskar rannsóknir - glærur
    Hrafnhildur Snæfríðar- og Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Rannsóknasetri í fötlunarfræðum 

14:05 Kaffihlé 

14:35 Verum örugg - glærur
    María Jónsdóttir, félagsráðgjafi 

14:50 Að öðlast vald yfir eigin lífi - glærur
    Embla Guðrúnar Ágústsdóttir, formaður NPA miðstöðvarinnar 

15:15 Ofbeldi gegn fötluðu fólki: Hvað segja erlendar rannsóknir?  -glærur
    Rannveig Traustadóttir, forstöðumaður Rannsóknaseturs í fötlunarfræðum 

15:35 "Köggullinn er fastur í sálinni"  - glærur
    Eva Þórdís Ebenezersdóttir, Ágústa Björnsdóttir og María Hreiðarsdóttir 

15:50 Samantekt og almennar umræður 

16:30 Málþingi slitið 

Rit- og táknmálstúlkar verða á staðnum