Sameiginleg norræn ráðstefna

Fyrsta sameiginlega norræna ráðstefnan um velferðarmál og fagmennsku á umbrotatímum var haldin í Reykjavík 11. – 13. ágúst 2011.

Yfirskrift ráðstefnunnar var: "Hvernig er staðan og hvert stefnum við?"

Aðilar að ráðstefnunni frá Íslandi voru Félagsráðgjafafélag Íslands, Þroskaþjálfafélag Íslands, ÍS-Forsa (Samtök um rannsóknir í félagsráðgjöf), Námsbraut í þroskaþjálfafræði við Háskóla Íslands og Félagsráðgjafadeild félagsvísindasviðs Háskóla Íslands og stóðu þeir saman að skipulagningu ráðstefnunnar í samstarfi við Norrænt samband þroskaþjálfa, Norrænt félag félagsráðgjafa, Forsa á Norðurlöndum og Norrænt félag skóla um menntun félagsráðgjafa.

Auglýsing ÞÍ um ráðstefnuna.