Fréttasafn

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember

Niðurstaða Félagsdóms ljós

Þroskaþjálfafélag Íslands stefndi Reykjavíkurborg fyrir Félagsdóm til að fá viðurkennt að skrá yfir þau störf hjá Reykjavíkurborg sem eru undanþegin verkfallsheimild og birt var í B-deild stjórnartíðinda með auglýsingu nr. 80, þann 30. janúar 2015, taki ekki til félagsmanna stefnanda sem starfa á Áfangastaðnum Hátúni, Sambýlinu Bröndukvísl, Sambýlinu Hólmasundi, Sambýlinu Sólheimum og Sambýlinu Vesturbrún.
Lesa meira

Ríkið sýknað af kröfu Ljósmæðrafélags Íslands

Félagsdómur sýknaði íslenska ríkið í máli sem Ljósmæðrafélag Íslands höfðaði vegna vangoldinna launa ljósmóður vegna vinnu í verkfalli. Tveir dómarar skiluðu séráliti þar sem fallist var á kröfu félagsins.
Lesa meira

Pistill formanns í tilefni alþjóðadags þroskaþjálfa

Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa er að kveldi kominn, frábær dagur! Það hefur verið einstök upplifun að fylgjast með öflugum þroskaþjálfum setja merki félagsins á forsíðumynd sína hér á FB, segja frá störfum sínum, setja inn myndir, myndbönd segja hversu stoltir þeir eru með störfin sín og að hvaða baráttumálum þeir eru að vinna að í dag. Ég er gríðarlega stolt af þroskaþjálfum og er stolt að fá að starfa sem formaður Þroskaþjálfafélags Íslands. Áfram þroskaþjálfar!Áfram þroskaþjálfar ‪#‎thefinestjobintheworld‬ ‪#‎socialeducator‬ ‪#‎þroskaþjálfi‬ ‪#‎thefinestjobintheworld‬ ‪#‎socialeducator‬ ‪#‎þroskaþjálfi‬
Lesa meira

Til hamingju með daginn þroskaþjálfar

Þann 2. október höldum við upp á alþjóðlegan dag þroskaþjálfa og viljum við minna á störf þroskaþjálfa um allan heim. Þroskaþjálfar hafa kunnáttu og þekkingu til að veita fötluðum og öðrum sem hafa skerta færni þann stuðning sem fólk þarfnast. Reynslan sýnir að þroskaþjálfar hafa mikilvægu hlutverki að gegna og þjóna fjölbreyttum hópum í samfélaginu. #thefinestjobintheworld #socialeducator #þroskaþjálfi
Lesa meira

Aðlþjóðlegur dagur þroskaþjálfa 2. október

Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa er haldinn þann 2. október. Þroskaþjálfar ætla að vera sýnileg og merkja „prófíl“ myndina okkar eða forsíðu myndina af okkur á facebook með því að setja merki félagsins á hana. Það er gert með því að hafa facebook opið á vafranum, smella hér á þennan tengil "merki á prófílmynd" Eins hafa alþjóðasamtökin stofnað viðburð á facebook fyrir þroskaþjálfa á heimsvísu til að fagna deginum. Þar eru þroskaþjálfar beðnir um að deila því með öllum hvers vegna þú „átt bestu vinnu í heimi“ – Why do YOU have the finest job in the world?“ Eins ef þú setur inn stöðutilkynningu á facebook og segir frá því hve stoltur þroskaþjálfi þú ert og endar þá færsluna á #thefinestjobintheworld #socialeducator #þroskaþjálfi þá er hægt að skoða þær færslur á sama stað. Það væri líka gaman ef þú tækir myndir og deilir á facebook af því skemmtilega sem þú og félagarnir gerðuð í tilefni dagsins og endilega að nota þá sömu „hastögg“ #thefinestjobintheworld #socialeducator #þroskaþjálfi Minnum á facebook síðu félagsins: http://www.facebook.com/throska
Lesa meira

Fyrirtaka Félagsdómi í máli ÞÍ gegn Reykjavíkurborg

Þann 24. september var tekið fyrir í Félagsdómi mál Þroskaþjálfafélags Íslands á hendur Reykjavíkurborg varðandi störf sem undanþegin eru verkfallsheimild og birt voru í B-deild stjórnartíðinda með auglýsingu nr. 80, þann 30. janúar 2015. Þroskaþjálfafélag Íslands lítur svo á að auglýsingin taki ekki til félagsmanna ÞÍ sem starfa á Velferðasviði og hafa starfsheitið þroskaþjálfi eða deildarstjóri/yfirþroskaþjálfi. Niðurstöðu er að vænta innan fjögurra vikna.
Lesa meira

Kjarakönnun 2015

Könnun þessi er gerð af Maskínu fyrir BHM og aðildarfélög þess. Hún erum kjör féalgsmanna og aðra þætti sem tengjast kjörum og starfsumhverfi þeirra. Þettta er í þriðja sinn sem þessi könnun er framkvæmd. Könnunin var lögð fyrir alla félaga BHM sem voru í starfi þann 1. nóvember 2014 og fór fram dagana 11. mars - 30. apríl 2015. Könnunin var send til allra í tölvupósti og sendi Maskína áminningu um að svara fjórum sinnum, auk þess sem hvert aðildarfélag minnti félagsmenn sína reglulega á þátttöku. Í þýðinu öllu voru 10.454 manns, en þegar búið var að draga þá frá svo voru hættir störfum stóðu 10433 þátttakendur eftir. Af þeim svaraði 5.191 eða 49,9 %.
Lesa meira

Stutt samantekt um gerðardóm

Gerðardómur birti úrskurð sinn um kaup og kjör félagsmanna aðildarfélaga BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga kl.14 í dag. Með úrskurðinum eru stigin fyrstu skref í þá átt að meta menntun til launa. Hér er stutt samantekt: Gildistími úrskurðarins hjá BHM-félögum er frá 1. mars 2015 til 31. ágúst 2017, tvö og hálft ár. BHM-félögin sóttu það stíft að vera ekki bundin til langs tíma af lögþvingaðari niðurstöðu og ber að fagna að á það hafi verið hlustað. Gildistími úrskurðar Fíh er hins vegar 4 ár og í honum eru endurskoðunarákvæði líkt og í samningum sem gerðir hafa verið undanfarið. Það eru engin uppsagnarákvæði í úrskurði BHM.
Lesa meira

Staðan í kjarasamninsgviðræðum BHM við ríkið

Þrettán klukkustunda löngum samningafundi lauk í kvöld með því að ríkissáttasemjari sleit fundi eftir að samninganefnd ríkisins hafnaði tillögu BHM til lausnar deilunni. Enn og aftur fékk samninganefnd BHM það staðfest að um sýndarviðræður hafi verið að ræða. Fjármála- og efnahagsráðherra hefur gert forsendur í kjarasamningum almenna vinnumarkaðarins að sínum, gefið frá sér samningsumboðið og samningsréttur félagsmanna BHM að engu hafður. Frá upphafi viðræðna hefur samninganefnd BHM gert sanngjarnar og skýrar kröfur um að menntun sé metin til launa og fjármagn verði aukið til stofnanasamninga. Kröfurnar byggjast á sameiginlegum hagsmunum ríkisins og starfsmanna þess. BHM hefur ítrekað lagt fram ýmsar leiðir til lausnar og teygt sig í átt að áherslum samninganefndar ríkisins.
Lesa meira

Svar óskast!

Í fjölmiðlum á föstudag fullyrti fjármála- og efnahagsráðherra að samninganefnd ríkisins hefði fullt umboð til samninga við BHM. Í gær steig forsætisráðherra fram og sagði að ekki verði samið við BHM fyrr en samið hafi verið á almennum vinnumarkaði.
Lesa meira