21.05.2015
Laust fyrir 1960 settust nokkrar stúlkur á skólabekk á Kópavogshæli til að búa sig undir "gæslu og umönnun vangefinna" eins og það hét í þá daga. Þar hófst saga þroskaþjálfa sem síðan hafa starfað í þágu fatlaðs fólks á Íslandi, einkum fólks með þroskahömlun, og eiga sér fjölbreyttari starfsvettvang en flestar aðrar stéttir.
Saga stéttarinnar er nú komin út á bók sem er nú fánleg í helstu bókuabúðum og fyrir félagsmenn á skrifstofu félagsins. Bók sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.
Grein um þroskaþjálfa og störf þeirra í gegnum tíðina birtist í Fréttablaðinu, þann 16. maí síðast liðinn.
Lesa meira