ÞÍ gerir athugasemdir við ólögmæta notkun á starfsheitinu þroskaþjálfi
03.12.2018
Alþingismaðurinn Anna Kolbrún Árnadóttir hefur kallað sig þroskaþjálfa í æviágripi sínu á vef Alþingis. Þetta er ekki rétt. ÞÍ hefur staðfestingu frá Landlæknisembættinu um að þingmaðurinn hafi hvorki hlotið menntun né fengið starfsleyfi frá embættinu. Raunar hefur æviágripi þingmannsins á vef Alþingis nú verið breytt og er starfsheitið þroskaþjálfi ekki lengur nefnt þar.
Lesa meira