Yfirlýsing - Skipulag og framkvæmd á þjónustu við fatlað fólk verður að vera á faglegum grunni
16.02.2017
Þroskaþjálfafélag Íslands fagnar útkomu skýrslu vistheimilanefndar um vistun barna á Kópavogshæli 1952 – 1993 og gefur hún fullt tilefni til að kryfja til mergjar stöðuna eins og hún er í dag í málaflokki fatlaðra. Þroskaþjálfafélag Íslands telur mikilvægt að þeir sem stýra og bera ábyrgð á úrræðum fyrir fatlað fólk þurfi að hafa menntun, þekkingu og reynslu við hæfi. Þar sem um er að ræða þá aðila sem bera faglega ábyrgð á starfseminni er mikilvægt að viðkomandi hafi sérhæfða þekkingu á málefnum fatlaðs fólks, séu vel að sér í gildandi hugmyndafræði, þekki réttindi fatlaðs fólks og geti mótað viðhorf undirmanna sinna til starfsins og notendanna. Annað er óásættanlegt!
Lesa meira