Grunnþjónusta sveitarfélaganna í hættu verði ekki gerðar breytingar á launakerfi háskólamanna
09.03.2016
Eftirfarandi fréttatilkynning sendi BHM frá sér í gær.
Félagsmenn BHM hjá sveitarfélögunum hafa verið samningslausir í rúmt hálft ár og kjaraviðræður við Samband íslenskra sveitarfélaga hafa dregist úr hömlu. Þungur tónn er í fólki, sem íhugar aðgerðir. Ofan á þetta bætist að sífellt erfiðara verður að fá háskólamenntaða sérfræðinga til starfa í sveitarfélögunum. Ef ekki verður gripið í taumana er grunnþjónusta sveitarfélaganna í hættu.
Lesa meira