16.09.2016			
			
		Að bæta skólabrag 
Virk inngrip og úrlausnir í samskiptavanda nemenda í eldri bekkjum grunnskóla
Ráðstefna í Salnum Kópavogi.
30.september 2016 kl. 14.00 – 16.40.  
Ráðstefnustjóri:  Ragnheiður Ríkharðsdóttir, alþingiskona.
Góður skólabragur kemur í veg fyrir samskiptavandamál og minnkar líkur á áhættuhegðun á samfélagsmiðlum. Á ráðstefnunni kynna ráðgjafar Erindis ráðgjafarþjónustu sína við grunnskóla í einleltismálum og öðrum samskiptavanda. Kynnt verður átaksverkefni í samskiptum og umbótum á skólabrag í unglingadeild Kársnesskóla sem hrint var í framkvæmd á vormisseri 2015 í samstarfi við ráðgjafa Erindis. Verkefnið var tilnefnt til verðlauna í Kópavogsbæ á árinu fyrir framlag til uppeldis og menntunar. Aðalerindi ráðstefnunnar flytja þau Søren Kjær Jensen og dr. Helle Rabøl Hansen. Þau segja frá þeirri þróun sem á  sér stað í Danmörku í úrræðum gegn einelti og áhættuhegðun á samskiptamiðlum og  átaki í bættri líðan skólabarna. 
		Lesa meira