Leitum að þroskaþjálfa í hlutastarf

Leitum að þroskaþjálfa í hlutastarf

Fjölskylduþjónustan í Hafnarfirði leitar að þroskaþjálfa til starfa við þjónustuíbúðir fyrir fatlað fólk á Drekavöllum.

 

Í boði er:

 • Spennandi og lærdómsríkt hlutastarf í vaktavinnu
 • Fjölbreytt og krefjandi verkefni
 • Góður samstarfshópur

 

Ábyrgðar-og starfssvið:

 • Veita fötluðu fólki stuðning og ráðgjöf við athafnir daglegs lífs
 • Sinnir faglegu starfi í samráði við forstöðumann
  • Áætlanagerð, skýrslugerð, upplýsingamiðlun, ráðgjöf, skipulagningu og samhæfingu
  • Fræðir nýtt starfsfólk og leiðbeinir í samvinnu og samráði við forstöðumann

 

Hæfniskröfur:

 • Þroskaþjálfamenntun og starfsleyfi sem þroskaþjálfi.
 • Reynsla af starfi með fötluðu fólki með þroskahömlun og/eða geðfötlun.
 • Reynsla af skipulagi faglegs starfs á sviði þroskaþjálfunar.
 • Góð hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni, þjónustulund og þolinmæði.
 • Framtakssemi, sjálfstæði og ábyrgð í starfi.
 • Leitast við að auka lífsgæði og sjálfstæði fatlaðs fólks og stuðla að valdeflingu þeirra.
 • Skapa öfluga liðsheild sem stuðlar að samræmdum einstaklingsmiðuðum vinnubrögðum.
 • Almenn góð tölvukunnátta.
 • Góð Íslenskukunnátta nauðsynleg.
 • Hreint sakavottorð.

 

 

Upplýsingar um starfið veitir: Stella Á. Kristjánsdóttir, forstöðumaður þjónustuíbúða og frekari liðveislu sími 544-2360

 

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. 

Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið. Umsóknir ásamt ferilskrá og meðmælendum skal senda á netfangið stellak@hafnarfjordur.is  Umsóknarfrestur er til 5. nóvember 2018.

 

Félagsþjónustan í Hafnarfirði