Geitungarnir óskar eftir þroskaþjálfa í spennandi framtíðarstarf

Geitungarnir  óskar eftir þroskaþjálfa í spennandi framtíðarstarf

Leitað er að metnaðarfullum og áhugasömum einstaklingi í starf þroskaþjálfa í Geitungunum. Geitungarnir eru nýsköpunar og atvinnuþjálfun fyrir fatlað fólk. Markmið starfsins er að skapa fötluðu fólki aðstæður til að vinna að nýsköpun og nýjum verkefnum. Auka valdeflingu  með nýjum leiðum í virkni og atvinnuþátttöku fatlaðs fólks. Leitað er að þroskaþjálfa sem er tilbúinn til að taka þátt í áframhaldandi þróun þessa verkefnis.

Í boði er:

 • 100% starf í dagvinnu
 • Spennandi og lærdómsríkt starf sem enn er í þróun og að ryðja nýjar brautir
 • Fjölbreytt og skemmtileg verkefni í boði

Helstu verkefni:

 • Að veita faglega forystu í starfi
 • Skapa öfluga liðsheild sem stuðlar að einstaklingsmiðuðum vinnubrögðum
 • Að leiðbeina, styðja og hvetja fólk til þátttöku
 • Að skapa öryggi og vellíðan á vinnustað
 • Að efla sjálfstæði og sjálfsákvörðunarrétt fatlaðs fólks

Hæfniskröfur:

 • Þroskaþjálfamenntun og starfsleyfi sem þroskaþjálfi.
 • Reynsla af skipulagi faglegs starfs á sviði þroskaþjálfunar.
 • Þjónustulund og jákvætt viðmót.
 • Færni og lipurð í mannlegum samskiptum.
 • Sjálfstæði, ábyrgð í starfi og framtakssemi.
 • Geta til að bregðast við breyttum aðstæðum.
 • Almenn og góð tölvukunnátta
 • Hreint sakavottorð.

Upplýsingar um starfið veitir:

Umsóknarfrestur er til  13.desember 2018

 • Æskilegt að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.
 • Sótt er um starfið í gegnum heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar og óskað eftir að ferilskrá fylgi.
 • Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
 • Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið.

Fjölskylduþjónustan í Hafnarfirði