Forstöðumaður stuðnings- og öldrunarþjónustu óskast á fjölskyldusvið Garðabæjar

Fjölskyldusvið Garðabæjar auglýsir laust til umsóknar starf forstöðumanns stuðnings og öldrunarþjónustu. Um er að ræða 100% starfshlutfall.

 

Helstu verkefni:

 • Ber ábyrgð á stjórnun og rekstri stuðningsþjónustu (heimaþjónustu o.fl.)
 • Ber ábyrgð á stjórnun og rekstri félags- og tómstundastarfs eldir borgara
 • Sinnir daglegum störfum í málaflokkunum
 • Sinnir upplýsingamiðlun, vefsíðum, viðburðum og fræðslu ásamt samstarfi við ýmsa samstarfsaðila innan sveitarfélags og utan

 

Hæfniskröfur:

 • Háskólapróf sem nýtist í starfi s.s. starfsréttindi í félagsráðgjöf eða þroskaþjálfun
 • Framhaldsmenntun æskileg
 • Reynsla af starfi með öldruðu og fötluðu fólki
 • Haldbær reynsla af rekstri
 • Haldbær reynsla af stjórnun
 • Góð tök á íslenskri tungu og hæfni í framsetningu texta
 • Góð tölvukunnátta
 • Dugnaður og samviskusemi
 • Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum

 

Umsókarfrestur er til og með 3. mars 2019.

 

Nánari upplýsingar um starfið veita Hildigunnur Árnadóttir, yfirfélagsráðgjafi í síma 5258500 eða með því að senda tölvupóst á hildigunnur@gardabaer.is og Inga Þóra Þórisdóttir, mannauðsstjóri í síma 5258500 eða með því að senda tölvupóst á ingath@gardabaer.is.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um rafrænt á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is.

 

Umsókninni skal fylgja greinargóð skýrsla um störf umsækjanda, menntun og reynslu sem varpað getur ljósi á færni hans til að sinna umræddu starfi.