Vitundarvakning – horfum til framtíðar - Landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks

Málþing Þroskaþjálfafélag Ísland (ÞÍ) var haldið 2. febrúar síðast liðinn. Yfirskrift málþingsins var Vitundarvakning – horfum til framtíðar - Landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks.

Á málþinginu var markmið að vekja fólk til vitundar, ekki aðeins um áætlunina sjálfa heldur einnig þau málefni sem þar um ræðir og skipta máli þegar kemur að því að stuðla að sjálfræði og fullgildri þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu. Á málþinginu voru fulltrúar ólíkra hagaðila og þroskaþjálfar sem tóku þátt í  vinnuhópum við gerð áætlunarinnar.  Góð mæting var á málþinginu eða um 250 manns. Þroskaþjálfafélag Íslands þakkar öllum sem komu að undirbúningi málþingsins, þeim sem héldu erindi og málþingsgestum fyrir gott málþing. Glærur frá erindum sem leyfi fékkst til að birta eru hér að neðan sem og myndir frá deginum.

Landsáætlunin, ferlið, hvernig byrjaði þetta og hver er staðan? 
Fræðin, hugtökin og skilgreiningar
Göngum saman til góðs!
Upplifun fulltrúa Átaks á gerð Landsáætlunarinnar
Sýn sendiherra
Landsáætlun - þjónusta til framtíðar
Framtíðarsýn Geðhjálpar
Sjálfsákvörðunarréttur, réttindabarátta, réttindagæsla, jöfn tækifæri og jafnrétti. Slagorð eða kjarni þroskaþjálfunar?
Ný tækifæri og verkfæri fyrir þroskaþálfa í Landsáætlun

Dagskrána er hægt að skoða nánar hér

 

Myndir frá deginum Vitundarvakning – horfum til framtíðar - Landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks