Búsetuþjónusta á Akranesi: Þroskaþjálfi - iðjuþjálfi

Búsetuþjónusta fatlaðs fólks á Akranesi auglýsir laust til umsóknar starf fagaðila til að sinna fjölbreyttum verkefnum.
Búsetuþjónustan sér um að veita fötluðu fólki með langvarandi stuðningsþarfir aðstoð og stuðning fólks til sjálfstæðs heimilishalds og félagslegrar þátttöku í samfélaginu.
Auglýst er eftir þroskaþjálfa, iðjuþjálfa eða annars fagaðila með sambærilega háskólamenntun sem nýtist í starfi. Um er að ræða 80 – 100% stöðu í þjónustukjarna fyrir fatlað fólk þar sem unnin er vaktavinna. Auglýst staða er deildarstjóri í þjónustu I. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í ágúst eða eftir samkomulagi.
Búsetuþjónustan vinnur eftir hugmyndafræði um Valdeflingu og mun hefja innleiðingu á Þjónandi leiðsögn (Gentle Teaching) haust 2018. Starfsmenn þurfa að tileinka sér þessa hugmyndafræði og vinna eftir henni.

Helstu verkefni og ábyrgð:

Að vinna með fjölbreytt verkefni sem tilheyra búsetuþjónustunni eru meðal annars:

-        Veita íbúum persónulegan stuðning og aðstoða þá við athafnir daglegs lífs

-        Þátttaka í gerð einstaklingsáætlana og að framfylgja dagsskipulagi með tilheyrandi hjálpartækjum þar sem við á

-        Vinna náið með forstöðumanni og deildarstjórum í þjónustu I ásamt

-        Stuðla að velferð og auknum félagslegum þroska starfsmanna og þjónustuþega með ráðgjöf og fræðslu

-        Taka þátt í mótun þjónustunnar

-        Taka þátt í teymisstarfi fagaðila og teymi þjónustuþega í samstarfi við aðstandendur og talsmenn

-        Taka þátt í innleiðingu hugmyndafræðinnar Þjónandi leiðsögn

Menntunar- og hæfniskröfur:

-        Krafa er að umsækjandi hafi lokið háskólamenntun í iðju- eða þroskaþjálfafræðum eða annarri háskólamenntun sem nýtist í starfi

-        Góð hæfni í mannlegum samskiptum og hæfni til að bregðast við óvæntum aðstæðum

-        Jákvæðni og faglegur metnaður

-        Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

-        Fylginn ríkjandi hugmyndafræði búsetuþjónustunnar

-        Frumkvæði, sveigjanleiki og vilji til að fara ólíkar leiðir í starfi

-        Skilyrði eru um stundvísi, samviskusemi og jákvætt viðhorf til fólks og vinnu sinnar

-        Hreint sakavottorð

Hér er sótt um rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar en einnig er hægt að sækja um í þjónustuveri bæjarins að Stillholti 16-18, 1. hæð. Athygli er vakin á því að stgarfið hentar jafnt konum sem körlum. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Vegna kynjasamsetningar á vinnustaðnum eru karlmenn hvattir til að sækja um.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðrún Dadda Ásmundardóttir forstöðumaður í síma 431-1366 og/eða 848-8828 eða á netfanginu gudrun.dadda.asmundardottir@akranes.is

Umsóknarfrestur er til og með 4. júlí 2018