Forstöðumaður í búsetukjarna með utan kjarna þjónustu

Leitað er að metnaðarfullum og áhugasömum einstaklingi í 100% starf forstöðumanns í Hafnarfirði. Unnið er samkvæmt hugmyndafræði þjónandi leiðsagnar, með áherslu á einstaklingsmiðaða aðstoð, valdeflingu og sjálfstætt líf. Viðkomandi kæmi í þéttan og samheldinn forstöðumannahóp. Góður stuðningur er við nýja stjórnendur. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

 

Ábyrgðarsvið:

 • Faglegt starf og þjónusta við íbúa.
 • Að þjónusta og starfsemi sé í samræmi við lög, reglugerðir, samning sameinuðu þjóðanna, stefnur og samþykkta verkferla.
 • Daglegur rekstur, stjórnun og starfsmannamál.
 • Fjármál og eftirliti með þeim.
 • Gerð áætlana s.s. rekstrar- og fjárhagsáætlunar.

Hæfniskröfur:

 • Þroskaþjálfamenntun og starfsleyfi sem þroskaþjálfi eða önnur sambærileg háskólamenntun sem nýtist í starfi.
 • Master eða viðamikil reynsla af stjórnun.
 • Reynsla af starfi með fötluðu fólki, a.m.k. 5 ára starfsreynsla.
 • Reynsla af skipulagi starfs á sviði þroskaþjálfunar æskileg.
 • Leiðtogafærni.
 • Mjög góð samskipta- og samstarfshæfni.
 • Frumkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfileikar.
 • Geta til að aðlagast breyttum aðstæðum.
 • Þjónustulund, góð framkoma og snyrtimennska.
 • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku er kostur.
 • Góð tölvukunnátta.
 • Geta til að vinna undir álagi.
 • Þekking á lögum sem snúa að málaflokknum.

 

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

 • Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið.

 

Upplýsingar um starfið:

 • Nánari upplýsingar um starfið eru veittar af Hrönn Hilmarsdóttur, netfang: hronnhilmars@hafnarfjordur.is
 • Sótt er um starfið rafrænt á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar undir laus störf. Með umsókn skal skila upplýsingum um nám og starfsferil.

 

Umsóknarfrestur er til og með 16. Júní 2019.

 

Fjölskylduþjónusta Hafnarfjarðar