Félagsþjónusta Seltjarnarnesbæjar óskar eftir að ráða yfirþroskaþjálfa eða deildarstjóra til starfa á Sæbraut sem er íbúðakjarni fyrir fatlað fólk á aldrinum 25 til 40 ára

Á Seltjarnarnesi búa um 4500 manns. Lögð er áhersla á að tryggja íbúum góða alhliða þjónustu.

Félagsþjónusta Seltjarnarnesbæjar óskar eftir að ráða  yfirþroskaþjálfa eða deildarstjóra til starfa á Sæbraut sem er íbúðakjarni fyrir fatlað fólk á aldrinum 25 til 40 ára

Starfshlutfall er 100% eða eftir samkomulagi og er vaktavinna hluti af vinnuskipulagi

Verkefni og ábyrgð

 • Stjórnun og umsjón með framkvæmd þjónustu
 • Samstarf við forstöðumann um faglega ábyrgð
 • Ráðgjöf til starfsmanna ásamt forstöðumanni
 • Þátttaka í þverfaglegu samstarfi
 • Samstarf og samráð við íbúa og aðstandendur
 • Þátttaka í þróunarstarfi og uppbyggingu þjónustu

 

Menntun og hæfniskröfur

 • Starfsleyfi sem þroskaþjálfi  eða háskólamenntun á sviði félags- heilbrigðis- og/eða menntavísinda
 • Þekking og reynsla af þjónustu við fólk með flóknar fatlanir og hegðunarfrávik
 • Stjórnunarreynsla æskileg en ekki skilyrði
 • Samviskusemi, gagnrýnin hugsun og frumkvæði
 • Góð samskiptafærni, skipulagsfærni og sveigjanleiki
 • Geta til að takast á við krefjandi vinnuumhverfi

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi stéttarfélaga.

Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá Seltjarnarnesbæ þurfa að veita heimild til að leitað sé upplýsinga af sakaskrá.

 

Í samræmi við jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um störf.

 

Nánari upplýsingar um störfin gefur Aníta Ösp Gunnlaugsdóttir forstöðumaður í síma 867 5178 anita.o.gunnlaugsdottir@seltjarnarnes.is eða Ásrún Jónsdóttir deildarstjóri stuðningsþjónustu í síma 869 0775 asrun.jonsdottir@seltjarnarnes.is

 

Umsóknarfrestur er til 27. janúar næstkomandi.

 

Sótt er um störfin á vef Seltjarnarnesbæjar, www.seltjarnarnes.is - Störf í boði.