Yfirþroskaþjálfi í sérdeild

Auglýst er 100% staða yfirþroskaþjálfa í Sérdeild Suðurlands frá 1. ágúst 2023

Sérdeild Suðurlands, Setrið, auglýsir eftir drífandi og kraftmiklum þroskaþjálfa í fullt starf frá 1. ágúst. Yfirþroskaþjálfi veitir til að mynda leiðsögn og ráðgjöf til foreldra, kennara og annarra starfsmanna ásamt því að þjálfa og styðja við nám nemenda er þurfa á sértækum stuðningi að halda.

Setrið er deild í Sunnulækjarskóla þar sem um 35 börn stunda nám. Deildin veitir nemendum með sérþarfir fjölbreytt nám sem tekur mið af þörfum þeirra og stöðu. Áhersla er lögð á að nemendur geti þroskað persónuleika sinn, hæfileika og sköpunargáfu, ásamt andlegri og líkamlegri getu og verið félagslega virkir þátttakendur í skólasamfélaginu þar sem byggt er á styrkleikum þeirra.

 
Helstu verkefni og ábyrgð
Þroskaþjálfi vinnur í nánu samstarfi við starfsfólk deildarinnar, skóla og foreldra/forráðamenn nemenda í samráði við deildarstjóra.
Tekur þátt í samstarfi við ýmsar stofnanir og sérfræðinga sem tengjast skólanum í samráði við deildarstjóra
Vinnur að áætlanagerðum, þ.m.t. skólanámskrá, bekkjaráætlunum og einstaklingsáætlunum í samráði/samstarfi við kennara, stuðningsfulltrúa, foreldra og aðra eftir því sem við á
Gerir færni-, þroska- og námsmat í samráði/samstarfi við kennara, stuðningsfulltrúa, foreldra og aðra eftir því sem við á
Skipuleggur þjálfunaraðstæður, velur/útbýr þjálfunar- og námsgögn og fylgir eftir settum markmiðum
Metur árangur og endurskoðar markmið í samstarfi við samstarfsaðila
 
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun á sviði þroskaþjálfunar og starfsleyfi sem slíkur
Reynsla af sambærilegum störfum æskileg
Þekking á skipulagðri kennslu (TEACCH) er æskileg
Þekking á óhefðbundnum tjáskiptaleiðum er æskileg
Reynsla af teymisvinnu æskileg
Færni í mannlegum samskiptum og samstarfshæfni
Frumkvæði, skipulagshæfileikar og sjálfstæði
Faglegur metnaður og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.
Hæfni og áhugi á skólastarfi
Færni í mannlegum samskiptum
Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku
 

Umsóknarfrestur er til og með 22. maí 2023

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags. Vakin er athygli á stefnu Árborgar að jafna hlutfall kynjanna í störfum og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.  

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sædís Ósk Harðardóttir. saedisoh@sunnulaekjarskoli.is, sími 480-5400  

Sjá einnig heimasíðu Setursins www.sunnulaekjarskoli.is undir Sérdeild Suðurlands.

Umsóknum fylgi leyfisbréf, yfirlit yfir nám, fyrri störf og rökstuðningur fyrir hæfni í starfi. Umsókn ásamt fylgigögnum skal skila í gegnum ráðningarvefinn www.alfred.is