Útskriftarathöfn fyrir þau með viðbótardiplómu til starfsleyfis í þroskaþjálfafræði
16.06.2025
Laugardaginn 14. júní fór fram útskriftarathöfn fyrir þau 41 talsins sem útskrifuðust með viðbótardiplómu til starfsleyfis í þroskaþjálfafræði. Óskum þeim öllum hjartanlega til hamingju og velkomin í félagið.
Þroskaþjálfafræði er þriggja ára BA-nám auk eins árs nám á framhaldsstigi (viðbótardiplóma) til starfsleyfis. Námið miðar að því að nemendur öðlist sérfræðiþekkingu og hæfni til þess að veita fötluðu fólki fjölbreytilega þjónustu og ráðgjöf. Þroskaþjálfar starfa meðal annars í skóla- og frístundastarfi, á sviði velferðar, innan stofnana samfélagsins og í réttindagæslu fatlaðs fólks.