Viltu koma að vinna í góðum hópi fagfólks í Ægisborg. Við leggjum upp með fagmennsku og notalegan starfsanda.
Þroskaþjálfi óskast til starfa í leikskólanum Ægisborg í Vesturbæ Reykjavíkur. Ægisborg er fjögurra deilda leikskóli þar sem lögð er áhersla á að skapa hlýlegt lærdómssamfélag barna og fullorðinna. Helstu áherslur starfsins hnitast í kringum leik, læsi, hreyfingu og lýðræði og eru kjörorð leikskólans virðing og gleði. Námskrá Ægisborgar og einhverjar viðbótarupplýsingar má nálgast á netinu. https://reykjavik.is/aegisborg
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Að veita barni með sérþarfir stuðning og leiðsögn.
- Að sinna sérkennslu og atferlisþjálfun.
- Samstarf við foreldra, fagaðila og aðra ráðgjafa.
- Að vinna að gerð einstaklingsnámskrá og fylgja henni eftir.
- Að sinna þeim verkefnum er varða sérkennslu og öðrum störfum innan leikskólans sem yfirmaður felur honum.
Hæfniskröfur
- Þroskaþjálfamenntun, leikskólasérkennaramenntun, B.S í sálfræði eða önnur sambærileg menntun. Reynsla af sérkennslu æskileg.
- Reynsla af atferlisþjálfun æskileg.
- Lipurð í samskiptum og sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
- Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi.
- Góð íslenskukunnátta nauðsynleg.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðeigandi stéttarfélags.
Starfshlutfall 100% eða eftir samkomulagi.
Umsóknarfrestur 24.10.2023
Ráðningarform Tímabundin ráðning
Við bjóðum upp á 36 stunda vinnuviku, sundkort og menningarkort.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Auður Ævarsdóttir í síma 6945054 og tölvupósti audur.aevarsdottir@rvkskolar.is