Þroskaþjálfi eða iðjuþjálfi óskast í Naustaskóla á Akureyri
Þroskaþjálfi eða iðjuþjálfi óskast í Naustaskóla á Akureyri
Laus er til umsóknar staða þroskaþjálfa eða iðjuþjálfa við Naustaskóla. Um er að ræða ótímabundið starf í 80 - 100% stöðuhlutfalli. Ráðið verður í stöðuna frá 1. ágúst 2023.
Í Naustaskóla er lögð áhersla á teymiskennslu, námsaðlögun og faglegt samstarf.
Helstu verkefni eru:
- Að starfa í teymi með kennurum og stuðningsfulltrúum.
- Að starfa við þjálfun og gerð einstaklingsáætlana
- Að starfa við ráðgjöf til samstarfsfólks og foreldra
- Að skipuleggja námsumhverfi nemenda
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólapróf og starfsréttindi sem þroskaþjálfi eða iðjuþjálfi.
- Æskilegt að viðkomandi hafi þekkingu og reynslu á að setja upp sjónrænt skipulag.
- Æskilegt að viðkomandi hafi áhuga á teymiskennslu og samvinnu.
- Áhugi á skólastarfi og vinnu með börnum og unglingum
- Reynsla af vinnu með börnum og unglingum er kostur
- Áhugi á þróunarstarfi og vera reiðubúinn að leita nýrra leiða í skólastarfi
- Leitað er að einstaklingi sem hefur metnað í starf.
- Frumkvæði og samstarfsvilji
- Sveigjanleiki og víðsýni í starfi og samskiptum
- Góð skipulagsfærni
- Reglusemi og samviskusemi
- Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.
Umsókninni skal fylgja greinargóð skýrsla um störf umsækjanda og menntun, starfsreynslu og þau verkefni sem hann hefur unnið að og varpað geta ljósi á færni hans til að sinna starfi þroskaþjálfa í grunnskóla.
Tekið verður tillit til Mannréttindastefnu Akureyrarbæjar um jafnréttismál við ráðningu í starfið.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og þroskaþjálfafélags Íslands og/eða Iðjuþjálfafélags Íslands.
Upplýsingar um kaup og kjör veitir launadeild Akureyrarbæjar: launadeild@akureyri.is
Nánari upplýsingar um starfið veitir Bryndís Björnsdóttir, skólastjóri í síma 4604101 eða í 8653700 og á netfangið dis@akmennt.is
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu skólans www.naustaskoli.is
Sótt er um starfið á slóðinni: https://jobs.50skills.com/akureyri/is/20800
Umsóknarfrestur er til og með 28. maí 2023.