Sérfræðingur í Velferðarþjónustu
Við leitum að áhugasömum og jákvæðum einstaklingi til að taka þátt í mikilvægum velferðarþjónustuverkefnum hjá barnateymi Árborgar. Í sveitarfélaginu, þar sem búa rúmlega 11 þúsund manns, er lögð áhersla á þverfaglegt samstarf og framsækið starf í velferðar-, frístunda- og skólaþjónustu. Fjölskyldusvið sinnir fjölbreyttri þjónustu við íbúa Árborgar með snemmtækan stuðning og farsæld barna að leiðarljósi
Sérfræðingur í barnateymi Árborgar fer með ráðgjöf og málstjórn í málefnum barna og þá sérstaklega barna með skilgreindar fötlunargreiningar.
Málaflokkar sem heyra undir barnateymi eru félagsleg ráðgjöf, ráðgjöf til foreldra barna með fjölþættan vanda, foreldrar fatlaðra barna og unglinga- og ungmennaráðgjöf. Þverfagleg teymisvinna fagfólks á fjölskyldusviði er mikil sem og stefnumótunarvinna, innleiðing rafrænna lausna og þróun verkferla.
- Umsjón og skipulag þjónustu við börn með langvarandi stuðningsþarfir
- Málstjórn og ráðgjöf í málum barna með skilgreinda fötlun
- Málstjórn og ráðgjöf í málum fjölskyldna í sveitarfélaginu
- Þátttaka í farsæld barna og mótun úrræða
- Samstarf við aðrar deildir og stofnanir
Menntunar- og hæfniskröfur
- Starfsréttindi sem þroskaþjálfi eða félagsráðgjafi
- Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi kostur
- Þekking og reynsla af vinnu með fólki með fötlun
- Reynsla og þekking á meginverkefnum velferðarþjónustu
- Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í starfi
- Hæfni í þverfaglegri teymisvinnu
Nánari upplýsingar um störfin veitir Sigríður Elín Leifsdóttir teymisstjóri í velferðarþjónustu, sigridurelin@arborg.is sími 480-1900.
Um er að ræða fullt starf og kostur ef viðkomandi getur hafið störf sem fyrst.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Vakin er athygli á stefnu Árborgar að jafna hlutfall kynjanna í störfum og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.
Með umsóknum skjal fylgja yfirlit yfir nám og fyrri störf, kynningarbréf, rökstuðningur fyrir hæfni í starfið og framtíðarsýn umsækjanda varðandi þróun velferðarþjónustu hjá sveitarfélögum.