Forstöðumaður íbúðakjarna í Kópavogi

Vilt þú leiða breytingar, móta framtíðarsýn og stuðla að öflugri þjónustu fyrir fatlað fólk?

Velferðarsvið Kópavogs leitar að öflugum forstöðumanni til að leiða endurskipulagningu og móta framtíðarsýn Hörðukórs – íbúðakjarna fyrir fatlað fólk – auk stoðþjónustu utan kjarna. Um er að ræða spennandi og krefjandi hlutverk þar sem reynir á faglega forystu og þróunarvinnu.

Við leitum að einstaklingi sem hefur metnað, frumkvæði og kraft til að byggja upp sterka liðsheild og þróa þjónustu í samræmi við gildandi lög og mannréttindasáttmála. Starfið krefst mikils sjálfstæðis og samskiptahæfni og gefur tækifæri til að hafa raunveruleg áhrif á lífsgæði íbúa og starfsaðstæður starfsfólks.

Starf forstöðumanns lýtur að því að annast um og bera ábyrgð á daglegum rekstri þjónustunnar, þróun innra starfs, starfsmannamálum og samskiptum við aðstandendur og samstarfsstofnanir.

 
Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ber ábyrgð á daglegum rekstri og skipulagningu starfseminnar.
  • Tryggir að rekstur sé í samræmi við fjárhagsáætlun.
  • Stýrir faglegu starfi og þróar innra starf í samræmi við stefnu bæjarins.
  • Leiðir breytingaferli og mótun þjónustu í Hörðukór í nánu samstarfi við yfirstjórn og teymi.
  • Annast starfsmannamál, vaktaskipulag og stuðlar að velferð starfsfólks.
  • Ber ábyrgð á gerð þjónustuáætlana og hefur samskipti við aðstandendur og samstarfsaðila.
 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun (BA/BS) sem tengist starfinu svo sem á sviði þroskaþjálfunar, félagsráðgjafar, sálfræði eða sambærilegt.
  • Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi og/eða mikil starfs- og stjórnunarreynsla í málefnum fatlaðs fólks.
  • Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum, sjálfstæði, ábyrgðarkennd og frumkvæði.
  • Þekking á þjónustu og lagaumhverfi fatlaðs fólks.