Kjörnefnd auglýsir eftir þroskaþjálfum til trúnaðarstarfa Þroskaþjálfafélags Íslands
Kjörnefnd auglýsir eftir framboðum í trúnaðarstörf innan Þroskaþjálfafélags Íslands.
Þroskaþjálfar sem vilja gefa kost á sér hafi samband við formann kjörnefndar ÞÍ Írisi Björk Ágústsdóttur netfang: iris.bjork.agustsdottir@akureyri.is
Kjörnefnd ÞÍ auglýsir hér með eftir þroskaþjálfum með félagsaðild að ÞÍ sem áhuga hafa á því að taka að sér trúnaðarstörf fyrir félagið. Hlutverk kjörnefndar er að leita eftir frambjóðendum til stjórnar, nefnda og ráða fyrir aðalfund ÞÍ í samræmi við lög félagsins. Aðalfundur ÞÍ verður haldinn fimmtudaginn 28. maí kl. 17:00 –19:00.
Eftirfarandi trúnaðarstöður þroskaþjálfa eru lausar fyrir næsta tímabil:
Formaður ÞÍ til tveggja ára
Þrjá aðalmenn í stjórn ÞÍ til tveggja ára
Þrjá fulltrúa í útgáfuráð ÞÍ til tveggja ára
Fjóra fulltrúa í fagráð ÞÍ til tveggja ára
Tvo fulltrúa í laganefnd ÞÍ til tveggja ára
Tvo fulltrúa í kjörnefnd ÞÍ til tveggja ára
Fyrir hönd kjörnefndar ÞÍ
Íris Björk Ágústsdóttir
iris.bjork.agustsdottir@akureyri.is
