Barna- og unglingageðdeild - Heilbrigðisstarfsmaður í málastjórn

Barna- og unglingageðdeild vill ráða til starfa heilbrigðismenntaðan starfsmann til að annast málastjórn í þjónustu barna og fjölskyldna sem þarfnast sjúkrahúsþjónustu vegna geðræns vanda barns. Megininntak starfsins er samvinna við barn og fjölskyldu, samþætting þjónustu deildarinnar og þjónustu í nærumhverfi. Starfið er kjörið fyrir félagsráðgjafa, hjúkrunarfræðing eða þroskaþjálfa. Leitað er eftir lausnamiðuðum fagaðila með framúrskarandi samskiptahæfni og faglegan metnað sem hefur ánægju af náinni teymisvinnu með fagfólki og fjölskyldum. Starfið býður upp á fjölbreytta möguleika í starfsþróun. Um dagvinnustarf á göngudeild er að ræða. Starfið er laust nú þegar eða samkvæmt samkomulagi.

BUGL samanstendur af tveimur deildum á Landspítala, legudeild og göngudeild. Þar starfa um 100 einstaklingar í fjölskylduvænu starfsumhverfi þar sem vinnuvikan er 36 klst. Á deildunum er veitt sérhæfð og fjölskyldumiðuð 3. stigs geðheilbrigðisþjónusta við börn og fjölskyldur þeirra. Unnið er í þverfaglegum teymum að greiningu og meðferð og mikil samvinna er höfð við fagaðila í nærumhverfi. Þjónustan er í stöðugri framþróun og kapp er lagt á styttingu biðtíma.  

 • Virk þátttaka í þverfaglegu samstarfi og framþróun meðferðarteymis göngudeildar  
 • Samþætting félagslegra úrræða og sjúkrahúsþjónustu Barna- og unglingageðdeildar 
 • Stuðningur í aðdraganda útskriftar og samstarf við sveitarfélög úrræða í nærumhverfi 
 • Markvisst samstarf með fjölskyldum og aðstandendum samkvæmt stefnu Landspítala 
 • Miðlun fræðslu og þekkingar á vanda barna með flókinn og samsettan geðrænan vanda.  
 • Íslenskt starfsleyfi sem félagsráðgjafi, hjúkrunarfræðingur eða þroskaþjálfi 
 • Reynsla af málastjórn í málefnum barna, greiningar- og/eða meðferðarvinnu  
 • Framhaldsnám sem nýtist í starfi er kostur 
 • Framúrskarandi færni í samskiptum og teymisvinnu 
 • Geta til að vinna sjálfstætt, sýna frumkvæði og sveigjanleika og takast á við krefjandi verkefni 
 • Jákvætt hugarfar, skipulagshæfni og öguð vinnubrögð 
 • Hæfni til að starfa samkvæmt öryggisverkferlum deildar og menningu sálræns öryggis 
 • Góð íslenskukunnátta, í mæltu og rituðu máli 
 • Kunnátta í tungumáli stórra samfélagshópa á Íslandi sem eiga íslensku ekki að móðurmáli er kostur 
 • Hreint sakavottorð 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.

 Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi, ef við á. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. 

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6700 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.   

Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.

Öllum umsóknum verður svarað.

Umsækjendur skulu framvísa nýju sakavottorði áður en til ráðningar getur komið, sbr. meginreglur laga um barnavernd sem m.a. koma fram í 2. mgr. 36. gr. laga nr. 80/2002.