Félagsmiðstöðin Hekla starfrækir frístundastarf fyrir börn og unglinga í 5.-7. bekk Klettaskóla eftir að skóladegi líkur til kl. 17.00 ásamt því að vera með heila daga á skólafrídögum. Einnig er boðið upp á sumarstarf frá kl. 8.30 til 16.30. Tilgangur starfsins er að stuðla að auknum félagsþroska með áherslu á aukið sjálfstæði, ábyrgð, heilbrigðan lífsstíl og félagslega virkni. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Helstu verkefni og ábyrgð
Halda úti fagstarfi fyrir börn og unglinga í Klettaskóla í samræmi við starfsmarkmið SFS, starfsáætlun SFS og starfsáætlun frístundamiðstöðvarinnar og tryggja jafna möguleika barna og unglinga í Klettaskóla til þátttöku í frístundastarfi borgarinnar.
Umsjón með daglegri starfsemi Heklu í samvinnu við forstöðumanneskju.
Skipulagning frístundastarfsins í samráði við bæði börn og unglinga sem og starfsfólk.
- Leiðbeina og taka þátt í leik og starfi með börnum og unglingunum.
Samskipti og samstarf við foreldra og starfsfólk skóla.
Þátttaka í að móta stefnu og framtíðarsýn.
Að veita starfsfólki leiðsögn um framkvæmd vinnunnar og stuðla að lýðræðislegum starfsháttum og góðum starfsanda.
Er staðgengill forstöðumanneskju.
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólapróf á sviði uppeldismenntunar s.s. þroskaþjálfafræði, tómstunda- og félagsmálafræði eða sambærileg menntun.
Meistarapróf á sviði uppeldismenntunar eða stjórnunar eða mikil starfs- og stjórnunarreynsla á viðkomandi sérfræðisviði.
Þekking og reynsla af starfi með fötluðum börnum og unglingum í frítíma.
Þekking og reynsla af málefnum frítímans.
Skipulögð og fagleg vinnubrögð.
Samskiptahæfni sem miðar að því að koma að og leysa erfið mál sem tengjast starfsfólki og /eða þjónustunotendum.
Frumkvæði, sjálfstæði og fagmennska í vinnubrögðum.
Skipulagshæfileikar og fjölbreytt áhugasvið sem nýtist í starfinu.
Almenn tölvu- og samskiptamiðla kunnátta.
Góð íslenskukunnátta.
Ráðið verður í stöðuna frá og með 01.07.2023.
Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
Með umsókn skal fylgja starfsferilskrá.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Tara Björt Guðbjartsdóttir í síma 664-7649 og tölvupósti tara.bjort.gudbjartsdottir@rvkskolar.is