Yfirþroskaþjálfi í tímabundið starf
Deildarstjóri í tímabundið starf á heimili fatlaðs fólks í Áslandi Hafnarfirði.
Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða í starf yfirþroskaþjálfa/deildarstjóra tímabundið til eins árs frá 1. desember 2019. Um að ræða 90-100 % starfshlutfall, sem er unnin í dagvinnu en einnig einstaka kvöld og helgarvinna. Fjölbreytt verkefni. Góður starfsmannahópur. Spennandi og lærdómsríkt starf. Unnið er eftir hugmyndafræði Þjónandi leiðsagnar.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Skipuleggja starfið, gera áætlanir og veita fræðslu og ráðgjöf í samvinnu og í samráði við forstöðumann
- Sinna faglegu starfi í samstarfi og samráði við þjónustunotendur og forstöðumann
- Veita íbúum heimilisins persónulegan stuðning
- Samskipti og samstarf við tengdar stofnanir og aðstandendur
- Hafa gaman í vinnunni og vera öðrum fyrirmynd
Menntun og hæfniskröfur:
- Þroskaþjálfamenntun og starfsleyfi sem þroskaþjálfi, eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi
- Samstarfs- og samskiptahæfni
- Áhugi og þekking á málefnum fatlaðs fólks
- Reynsla og þekking á starfi í búsetu fatlaðs fólks
- Almenn góð tölvukunnátta
- Almenn bókhaldskunnátta
- Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti
Skilyrði er að hafa náð 20 ára aldri og hreint sakavottorð.
Nánari upplýsingar veitir Ellen Jónsdóttir forstöðuþroskaþjálfi í síma 6645728.
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.