Þroskaþjálfi óskast til starfa

Sjálfseignarstofnunin Skaftholt óskar eftir að ráða til starfa þroskaþjálfa. Um er að ræða allt að 100% starf.

Helstu verkefni: 

• Umsjón með þjónustu við íbúa
• Samræming starfa
• Leiðsögn og ráðgjöf til samstarfsaðila
• Gerð þjónustuáætlana
• Samskipti við þjónustunotendur og aðstandendur

Menntunar- og hæfniskröfur:

• Þroskaþjálfafræði eða hliðstæð menntun
• Starfsreynsla í þjónustu við fullorðið fatlað fólk 
• Góð almenn tölvukunnátta
• Lipurð í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund
• Góðir skipulagshæfileikar og frumkvæði
• Sjálfstæði í vinnubrögðum

 

Áhugasamir sendi fyrirspurnir og/eða umsókn með ferilskrá á netfangið sskaftholt@gmail.com.

Umsóknarfrestur er til og með 20. september 2021. Æskilegt er að geta hafið störf sem fyrst.