Þroskaþjálfi óskast til framtíðarstarfa á heimili

Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða öflugan þroskaþjálfa á heimili fatlaðs fólks í Steinahlíð. Unnið er eftir hugmyndafræði Þjónandi leiðsagnar.

Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf sem unnið er í vaktavinnu og er starfshlutfall eftir samkomulagi.  Viðkomandi þarf því að vinna kvöld- og helgarvaktir og geta hafið störf í haust.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Veita þjónustunotendum stuðning við athafnir daglegs lífs
  • Sinna faglegu starfi í samstarfi og samráði við þjónustunotendur og forstöðumann
  • Virkja þjónustunotendur til ýmissa tómstunda
  • Hafa gaman í vinnunni og vera öðrum fyrirmynd
  • Sinna heimilisstörfum

Hæfniskröfur:

  • Þroskaþjálfamenntun og starfsleyfi sem þroskaþjálfi
  • Íslenskukunnátta skilyrði
  • Þjónustulund og jákvæðni í starfi
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði og samviskusemi

Frekari upplýsingar um starfið veitir Kristín Ólafsdóttir, forstöðukona í síma: 565-5344, netfang: kristino@hafnarfjordur.is

Umsóknarfrestur er til og með 1. júlí 2020.

Umsókn fylgi greinargóð ferilskrá. Sótt er um í gegnum vef Hafnarfjarðarbæjar.

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Þroskaþjálfafélag Íslands.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagins.