Þroskaþjálfi óskast á leikskóla

 Leikskólinn Hlíðarberg óskar eftir að ráða þroskaþjálfa.

Um er að ræða fullt starf og ráðið er í stöðuna frá 1. ágúst 2020.

 

Leikskólinn Hlíðarberg er 5 deilda leikskóli í Setbergshverfi. Þar dvelja 108 börn og starfmenn eru um 30. Starfið tekur mið af leikskólastarfi í anda Reggio Emilia þar sem sköpun er stór áhersluþáttur. Leikskólinn fékk grænfána á haustdögum 2014.

 

Einkunnarorð leikskólans eru Hreyfing , sköpun og vellíðan.

 

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Vinna með nemendum með þroskafrávik. Gera áætlanir, sinna þjálfun, vinna með félagsfærni, aðlaga námsefni og námsaðstæður í samvinnu við sérkennslustjóra
 • Vinna að þróun skólastarfs í samstarfi við stjórnendur og samstarfsfólk
 • Stuðla að almennri velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk
 •  

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Starfsleyfi sem þroskaþjálfi
 • Reynsla af sambærilegu starfi æskileg
 • Reynsla af teymisvinnu æskileg
 • Samskipta- og samstarfshæfni
 • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
 •  

Nánari uppýsingar um starfið veitir Ólafía Guðmundsdóttir leikskólastjóri í síma 578-4309, olafia@hafnarfjordur.is

 

Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Þroskaþjálfafélag Íslands.

 

Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til og með 14. maí 2020.

 

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.