Skrifstofustjóri starfsstöðva og þróunar
Skrifstofustjóri starfsstöðva og þróunar
Laust er til umsóknar starf skrifstofustjóra á skrifstofu starfsstöðva og þróunar hjá Velferðarsviði Kópavogsbæjar. Verkefni skrifstofunnar felast í rekstri starfsstöðva sem þjónusta fatlað fólk og eldra fólk. Skrifstofustjóri er næsti yfirmaður forstöðumanna starfsstöðva og tengiliður velferðarsviðs við Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, Sjúkratryggingar Íslands og eftir atvikum þau ráðuneyti sem málaflokkar skrifstofunnar heyra undir.
Leitað er að öflugum leiðtoga til að stýra rekstri skrifstofunnar og veita henni faglega forystu ásamt því að leiða umbætur í þjónustunni. Skrifstofustjóri heyrir beint undir sviðsstjóra velferðarsviðs og tilheyrir stjórnendateymi sviðsins.
Um velferðarsvið Kópavogsbæjar:
Velferðarsvið Kópavogsbæjar veitir fjölbreytta og metnaðarfulla velferðarþjónustu sem hefur það að meginmarkmiði að stuðla að auknum lífsgæðum íbúa.
Á sviðinu starfar hópur 650 öflugra og fjölbreyttra einstaklinga með mismunandi menntun og þekkingu sem brennur fyrir málefnum velferðarþjónustunnar með hag notenda þjónustunnar að leiðarljósi. Fjölbreytileiki mannauðs velferðarsviðs endurspeglar umfang málaflokka þjónustunnar sem hafa vaxið á undanförnum árum í takt við lagabreytingar og nýjar áherslur í þjónustu til handa íbúum.
Starfsfólk sviðsins leitast við að skapa trausta ímynd og sýna hlutlægni, umhyggju og virðingu í verki gagnvart íbúum Kópavogsbæjar og öðru starfsfólki. Áhersla er lögð á árangursríka, skilvirka og hagkvæma þjónustu og gott samstarf við önnur svið bæjarins.
Velferðarsvið skiptist samkvæmt nýju skipulagi í fimm fagskrifstofur; skrifstofu barnaverndarþjónustu, skrifstofu félagslegs húsnæðis, skrifstofu ráðgjafar, skrifstofu starfsstöðva og þróunar og skrifstofu þjónustu og sértækrar ráðgjafar. Stoðskrifstofur eru tvær; skrifstofa sviðsstjóra og skrifstofa rekstrar.
Umsóknarfrestur er til og með 13. febrúar 2023. Nánari upplýsingar veitir Thelma Kristín Kvaran í síma 511 1225 eða á netfanginuthelma@intellecta.is. Umsókn óskast fyllt út á starfasíðu Kópavogsbæjar á Alfreð og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni viðkomandi sem nýtist í starfi.
Allir einstaklingar sem ráðnir eru til starfa á velferðarsvið Kópavogsbæjar þurfa að gefa heimild til upplýsingaöflunar úr sakaskrá og undirrita trúnaðaryfirlýsingu.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Kópavogsbæjar við ráðningar.