Ráðgjafarþroskaþjálfi – Brúin frístundamiðstöð

Frístundamiðstöðin Brúin (áður Ársel og Gufunesbær)

Skóla- og frístundasvið leitar að öflugum starfsmanni í starf ráðgjafarþroskaþjálfa sem mun starfa hjá frístundamiðstöðinni Brúnni (áður Ársel og Gufunesbær).
Brúin starfrækir tíu frístundaheimili í Árbæ, Grafarholti og Grafarvogi og níu félagsmiðstöðvar í Grafarvogi, Grafarholti, Úlfarsárdal, Árbæ og Norðlingaholti.

Hlutverk ráðgjafarþroskaþjálfa er að hafa faglega yfirsýn yfir börn og unglinga með úthlutaðan stuðning í starfi frístundaheimila og félagsmiðstöðva í borgarhlutanum. Hann veitir ráðgjöf og er tekur þátt í stefnumótun varðandi starf sem viðkemur fötluðum börnum og unglingum og börnum með sértækan stuðning í starfi frístundaheimila og félagsmiðstöðva í austurhluta borgarinnar að Breiðholti undanskyldu. Hann mun jafnframt viðhalda og þróa sérþekkingu og nýbreytni í frístundastarfi fyrir fötluð börn og unglinga ásamt því að innleiða viðeigandi hugmyndafræði og verklag hverju sinni í samráði við deildarstjóra barna- og unglingastarfs frístundamiðstöðvarinnar.

Ráðgjafarþroskaþjálfi mun ásamt starfsfólki í frístundastarfinu tryggja að öll börn og unglingar njóti jafnræðis óháð uppruna, þjóðerni, litarhætti, trúarbrögðum, stjórnmálaskoðunum, kynferði, kynhneigð, aldri, efnahag, ætterni, fötlun, heilsufari eða annarri stöðu.

Helstu verkefni og ábyrgð 

* Mat og úthlutun stuðnings til einstakra frístundaheimila og félagsmiðstöðva.
* Afgreiðsla umsókna um stuðning fyrir börn og unglinga.
* Mat á fræðsluþörf og veita sérhæfða fræðslu og ráðgjöf til starfsmanna vegna barna og unglinga með úthlutaðan stuðning.
* Ráðgjöf og handleiðsla út á starfsstöðvum frístundamiðstöðvarinnar.
* Ábyrgð á móttöku, meðhöndlun og varðveislu trúnaðarupplýsinga.
* Ber ábyrgð á trúnaðarupplýsingum, greiningu þeirra og flokkun er varðar umsóknir um stuðning.
* Samskipti við deildarstjóra og forstöðumenn frístundaheimila og félagsmiðstöðva.

Hæfniskröfur 

* Þroskaþjálfafræði og starfsleyfi til að starfa sem þroskaþjálfi.
* Háskólapróf í uppeldismenntun á framhaldsstigi.
* Reynsla af starfi með fötluðum börnum og unglingum.
* Reynsla af frístundastarfi með börnum og unglingum.
* Framúrskarandi lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.
* Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
* Faglegur metnaður og frumkvæði í starfi.
* Stundvísi og samviskusemi.
* Góð íslenskukunnátta.

Vinsamlegast látið ferilskrá fylgja umsókn.
Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.

Frekari upplýsingar um starfið 
Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Þroskaþjálfafélags Íslands.
Starfshlutfall 100%
Umsóknarfrestur 11.08.2022
Ráðningarform Ótímabundin ráðning
Númer auglýsingar 12140
Nafn sviðs Skóla- og frístundasvið
Nánari upplýsingar um starfið veitir Atli Steinn Árnason
Tölvupóstur 
Sími 411-5600
Frístundamiðstöðin Gufunesbæ
Gufunesbæ
112
Reykjavík