Óskað er eftir þroskaþjálfa í 80-90% starf á Byggðarenda.

Velferðarsvið

Óskað er eftir þroskaþjálfa í 80-90% starf á Byggðarenda.
Á Byggðarenda er lögð áhersla á jákvæð og uppbyggileg samskipti þar sem mikið er lagt upp úr skapandi og góðu vinnuumhverfi. Unnið er eftir aðferðum þjónandi leiðsagnar og hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf. Þjónustan er einstaklingsmiðuð með áherslu á valdeflingu.

Mikið umbótastarf hefur átt sér stað í starfsemi Byggðarenda og markmiðið er að veita framúrskarandi þjónustu við íbúa.

Um vaktavinnu er að ræða þar sem ýmist er unnið á dag-, kvöld- og helgarvöktum.

Helstu verkefni og ábyrgð 

Hvatning og stuðningur til sjálfshjálpar og félagslegrar virkni.
Leiðsögn og aðstoð við athafnir daglegs lífs.
Einstaklingsmiðaður persónulegur stuðningur við íbúa í þeirra daglega lífi, jafnt innan sem utan heimilis.
Þátttaka í sköpun og þróun nýrra tækifæra með íbúum.
Ber faglega ábyrgð á og hefur umsjón með framkvæmd þjónustu.
Gerir einstaklingsáætlanir með íbúum og stjórnendateymi og fylgir þeim eftir.
Hefur samvinnu við starfsfólk, aðstandendur og aðra þjónustuaðila íbúa.
Tekur virkan þátt í þróunar- og uppbyggingarvinnu, þ.m.t. fræðslu fyrir íbúa og starfsmenn.
Stuðlar að jákvæðum samskiptum við þjónustunotendur og annað samstarfsfólk.

Hæfniskröfur 

Starfsleyfi sem þroskaþjálfi.
Reynsla af starfi með fólki með flóknar samsettar greiningar og flóknar þjónustuþarfir.
Reynsla og þekking á þjónandi leiðsögn og hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf.
Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Íslenskukunnátta.
Hreint sakavottorð í samræmi við lög, sem og reglur Reykjavíkurborgar.

Frekari upplýsingar um starfið 
Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Þroskaþjálfafélags Íslands
Starfshlutfall 
80%
Umsóknarfrestur 
10.10.2019
Ráðningarform 
Ótímabundin ráðning
Númer auglýsingar  
7999
Nafn sviðs 
Velferðarsvið
Nánari upplýsingar um starfið veitir 
Ragna Ragnarsdóttir
Íbúðakjarni Byggðarendi 6
Síðumúla 39
108 Reykjavík