Hraunvallaskóli auglýsir eftir þroskaþjálfa

Um er að ræða 80-100% starf og ráðið er í starfið frá 1. ágúst 2020.

Hraunvallaskóli starfar eftir hugmyndafræði opna skólans og er byggingin hönnuð með það í huga. Kennsla er miðuð við að mæta ólíkum þörfum einstaklinga sem læra að skipuleggja nám sitt sjálfir og meta árangur sinn. Í kennsluskipulagi er lögð áhersla á skipulag sem byggir á hópavinnu, þemanámi, einstaklingsvinnu, þrautalausnum, gagnrýnni hugsun og færni nemenda til að afla sér þekkingar og nýta sér nýjustu upplýsinga- og samskiptatækni í því skyni. Kennarar vinna saman í teymum í kennslustundum og við skipulagningu og undirbúning kennslunnar. Nemendur í sama árgangi eru í sameiginlegum umsjónarhópum með sameiginlega umsjónarkennara á sínum heimasvæðum.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Fjölbreytt nálgun í þjálfun og umsjón með nemendum í samvinnu við kennara, stoðþjónustu og foreldra.
 • Vinna að þróun skólastarfs í samstarfi við skólaþjónustu.
 • Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.
 • Taka  þátt í stefnumótunarvinnu.
 • Önnur tilfallandi verkefni.

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Leyfi til að nota starfsheitið þroskaþjálfi (leyfisbréf fylgi umsókn).
 • Þekkingu og reynslu af vinnu með nemendum með fjölþættan vanda.
 • Jákvæða afstöðu til nemenda með fjölþættan vanda.
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
 • Faglegur metnaður og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.
 • Jákvæðni, sveigjanleika og góða samskiptahæfni.
 • Góða íslenskukunnáttu.

 

Við ráðningu er gerð krafa um hreint sakavottorð.

Launakjör eru samkvæmt samningi sambands íslenskra sveitarfélaga við ÞÍ.

 

Umsóknarfrestur er til og með 28. maí 2020.

Umsókn fylgi yfirlit yfir nám og fyrri störf og kynningarbréf.

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Lars J. Imsland skólastjóri, lars@hraunvallaskoli.is og Ásta Björk Björnsdóttir, aðstoðarskólastjóri, astabjork@hraunvallaskoli.is eða í síma 590-2800.

 

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagins.